Hvað er Grétar að hugsa?

Nú vill Grétar Mar flæma sendiherra Breta af landinu. Hvers vegna í ósköpunum? Hvaða þátt átti sendiherrann í hruni bankanna? Sat hann kannski á leynimakki í sendiráðinu, plottandi sín ósköp, hlæjandi einsog illmenni? Eða er þetta kannski bara stereótýpískt fyrir sjálfbirgingshátt íslenskra slettireka sem aldrei geta litið í eigin barm. Nú er sko stríð, urr, og þjóðernishyggja par excellance, rorr, burt með Bretana!

Og hvað, til hvers eiginlega? Hvað er Grétar eiginlega að hugsa? Er maðurinn eitthvað skrýtinn? Er þetta það sem xenófóbíski fiskaflokkurinn ætlar sér að gera í stjórnarandstöðu, meðan ríkisstjórnin lýgur að okkur viðstöðulaust og án nokkurs einasta viðnáms? Meðan Gjaldeyrissjóðurinn tekur yfir! Þá vill hann reka einhverja skrifstofublók til síns heimalands! Hvað varstu að gera á þinginu öll þessi ár, Grétar? Hvað í ósköpunum hefurðu verið að gera? Og er þetta svo það eina sem þér dettur í hug? Vá!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *