Kæra dagbók

Í dag komst ég að því að ég tók myntkörfulán fyrir bílnum mínum.

Ég man að ég var spurður með mikilli söluræðu hvort ég vildi ekki taka slíkt lán, minnist þess þó ekki að hafa verið svo vitlaus að jánka, en hvað man maður svosem. Það eru jú heimskupörin sem stöðugt minna á sig fremur en hitt.

Þá þýðir ekki að gráta það heldur sætta sig við orðinn hlut. Það verður ekki endursamið um lánið nema með ærnum tilkostnaði þannig að ég borga þetta bara, og í sjónmáli er sársaukalaus leið til að halda þessu á floti næstu mánuði.

Nei, kæra dagbók. Hér verður hvorki grátur né gnístran tanna fyrir annan eins tittlingaskít.

One thought on "Kæra dagbók"

  1. lán skrifar:

    og bloggið á undan heitir lánleysi hah!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *