Nei

Sumum finnst Steinar Bragi hafa boðað til blóðugrar byltingar með grein í dagblaðinu Nei á dögunum. Öðrum finnst Viðar Þorsteinsson hafa boðað til blóðugrar byltingar á Austurvelli á laugardaginn. Lesið greinarnar og metið það sjálf.

Það er skýlaus krafa þjóðarinnar að hreinsað verði úr Stjórnarráðinu, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu og endurstokkað á Alþingi – ef þingið er þá nokkurs virði ennþá í ríkjandi fyrirkomulagi. Lýðræði er ekki bara á fjögurra ára fresti og það er ólíðandi að kjörnir fulltrúar utan ríkisstjórnar séu hunsaðir, að þjóðin sé hunsuð.

Ef þessi einfalda krafa jafngilti því að boða til blóðugrar byltingar – sem hún er ekki, allt tal um slíkt er spuni og þvættingur – þá væri það einfaldlega það sem þyrfti. Það hefur sýnt sig undanfarnar vikur nákvæmlega hversu rotið kerfið er og fólkið sem stjórnar því – og lýðræði er hér ekki til. Ef fólkið fær ekki notið lýðræðis er kerfið gallað. Ef kerfið er gallað ber að breyta því.

Sættum við okkur við eitthvað minna?

7 thoughts on "Nei"

 1. Óli Gneisti skrifar:

  Hálfa leið ogg Viðar Þorsteinsson er erkifífl.

 2. Óli Gneisti skrifar:

  Framferði hans fer semsagt ennþá í taugarnar á mér en ekki þeim sem hann raunverulega fór illa með af því að ég mælti með honum af því að ég hélt að hann væri fínn náungi.

 3. Nú skil ég ekki. Hverja fór hann illa með?

 4. Óli Gneisti skrifar:

  Bigga Baldurs, Sigga Hólm, Matta og Hjalta ef ég man rétt. Bauð þeim í viðtal fyrir Viðskiptablaðið og allir bara ánægðir.
  Síðan birtist greinin og enginn trúði augum sínum. Ég held að það hafi verið rétt farið með tilvitnanir en textinn frá Viðari sjálfum byggðist bara á hans fordómum en ekki því sem viðmælendur hans höfðu sagt. Öll sú vitleysa sem hann kom fram með hefði verið auðleiðrétt ef hann hefði bara spurt viðmælendur hvort að skoðanir þeirra væru eins og hann taldi. En hann gerði það ekki.
  Ég er ennþá mjög reiður yfir þessu, nógu reiður til að æðarnar þrútna. Það er líka fyrst og fremst vegna þess að ég hafði einhvern tímann hitt hann og við eigum marga sameiginlega vini og af vinunum að dæma giskaði ég á að hann væri allavega heiðarlegur. Þess vegna mælti ég með að talað yrði við hann og þess vegna er ég enn svona pirraður.

 5. Ég las mig gegnum blogg Matthíasar um téð efni til að skilja betur um hvað málið snýst. En ég las ekki grein Viðars í Viðskiptablaðinu svo ég get fráleitt tekið afstöðu til þeirra skoðanaskipta eða álits þíns eða annarra á Viðari.
  Hitt er svo annað mál að hvað svo sem Viðar skrifaði í þeirri grein kemur ræðu hans á Austurvelli ekkert við. Ég spyr hvort hann hafi boðað til blóðugrar byltingar og þú segir að hann geri það hálfa leið. Ég sé ekki að hann geri það neinstaðar.

 6. Óli Gneisti skrifar:

  Ég segi að það hafi ekki verið sagt að hann hafi verið að boða blóðugu byltingu, nema að það hafi farið framhjá mér, heldur var sagt að hann hafi verið kominn hálfa leið með það. Ég var ekki að tjá mig beinlínis um ræðuna. Ég get hins vegar varað fólk við því að treysta þessu fífli og það er aðalatriðið.
  Annars ætti einhver að geta reddað þér greininni.

 7. Jæa þá. Ef Viðar var kominn hálfa leið með að boða blóðuga byltingu, sem sagt var – og nú er ég ekki að ætla þér þá skoðun að hann hafi gert það – með því að segja það eitt sem mörg okkar hafa hugsað, þá eru ansi mörg okkar hálft í hvoru að velta fyrir okkur nauðsyn blóðugrar byltingar.
  En ég veit ekki til þess að nokkur vilji blóðsúthellingar, eða að nokkur trúi því að ofbeldi leysi vandann, og það er vafasamt að ætla mönnum óorðaðar hugsanir um slíkt – það er beinlínis rökvilla. Við Viðar erum sammála um að hér þarf róttæka hugarfarsbreytingu, og að koma þurfi mönnum frá. En hvorugur okkar að mér vitandi vill reisa nýtt samfélag ofan á vígvelli þess gamla.
  Ég get enn ekki tekið undir skoðun þína á Viðari þar sem ég hef ekki þekkt hann af neinu öðru en góðu sjálfur, og hvað þá heldur að ég þekki til þessa máls, en ég skal lesa greinina ef einhver verður mér útum hana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.