Já, litlu gleðst hann yfir

Það lítur út fyrir að auglýsingin mín hafi virkað, þökk sé góðu fólki. Aldrei að segja aldrei. Ég kannski auglýsi eftir lítið notuðum, ódýrum saunaklefa næst – sem hengja má utan á húsið mitt með aðgengi úr svefnherberginu mér að kostnaðarlausu. Og koma svo …

Í öðrum fréttum eru prófin búin, við tekur vinna út desember með óvæntum glaðningi í formi nýrra kjarasamninga, sem reyndar aðeins rétt dekka hallann sem er farinn að myndast á heimilisbókhaldinu. Ef þeir dekka hann yfirleitt.

Vinna á eftir, svo jólaglögg. Húrra!

Skrifstofa óskast

Ég veit þetta er líklega ekki til neins en það sakar ekki að reyna:

Skrifstofa óskast, að lágmarksstærð 10m2. Ég hef ekki ráð á að borga meira en 15 þúsund krónur á mánuði. Sólarhringsaðgangur er krafa. Skiptir litlu hvar húsnæðið er, en æskilegt að það sé í miðborginni. Þarf ekki að reykja innandyra en leyfi til slíks spillti ekki fyrir.

Hef beðið eftir skrifstofu hjá ReykjavíkurAkademíunni í tvö ár núna og nenni einfaldlega ekki að bíða lengur.

Hrúgist svo inn tilboðin.

Bókmenntafræði fyrir byrjendur.

“Sexuality is part of the genre of language,” says Baudrillard; however, according to Prinn, it is not so much sexuality that is part of the genre of language, but rather the rubicon of sexuality. In a sense, many sublimations concerning the dialectic, and some would say the fatal flaw, of neoconceptual class may be found. Dietrich holds that we have to choose between the textual paradigm of consensus and predeconstructivist capitalist theory.

It could be said that Derrida promotes the use of the textual paradigm of consensus to read and modify sexual identity. The primary theme of the works of Gibson is the difference between society and class. But the example of postdeconstructive Marxism depicted in Gibson’s Idoru is also evident in Pattern Recognition, although in a more mythopoetical sense. The main theme of McElwaine’s analysis of the textual paradigm of consensus is a neotextual paradox.

“Consciousness is elitist,” says Baudrillard; however, according to Dietrich, it is not so much consciousness that is elitist, but rather the meaninglessness, and thus the absurdity, of consciousness. Thus, if postdialectic discourse holds, we have to choose between nationalism and textual rationalism. A number of narratives concerning not theory, as Sartre would have it, but pretheory exist.

http://www.elsewhere.org/pomo/

Bókmenntaleiki

„Vi kan godt opfatte retoriske virkemidler som redundans, som fyld er skal påvirke ved sin flothed eller skønhed, men vi må stadig huske at det litterære indhold i teksten ikke er det samme som det logiske indhold.“

Mér þykir leitt að geta ekki vísað til heimildar þar sem þetta er bara dreifildi sem við fengum í skólanum – og biðst fyrirfram forláts á útúrsnúningnum frá raunverulegu viðfangsefni greinarinnar þar sem ég fellst á meginforsenduna í tilvitnuninni. En mér þætti nú samt vænt um að allt tal um bókmenntaleika fengi að víkja uns fræðimenn nenna að útskýra hvað þeir eiga nú eiginlega við þegar þeir tala um hann.

Sumir eru til dæmis þeirrar skoðunar að ljóðrænulaus ljóðlist sé ómöguleg, að ljóðrænan sé þá hið bókmenntalega í textanum. Þá, samkvæmt danskinum hér að ofan, mætti textinn allteins vera bull svo lengi sem hann héldi ljóðrænum eiginleikum sínum.

Og hvað er þá ljóðræna, nú eða lýrík? Það gæti reynst erfitt að svara því. Sjálfur er ég ekkert of hrifinn af því að setja listinni einhverjar fræðilegar skorður, síst af öllu ef krafan um skilgreiningu á bókmenntum innifelur einhvern bókmenntaleika eða lýrík sem enginn veit hvað er. Þar til hömlurnar leiða sjálfar sig í ljós ætti því að vera eðlileg krafa að fræðimenn gíni ekki við þeim einsog heilögum sannleik.

Bókmenntaleiki er kjaftæði frá mínum bæjardyrum séð þar til sýnt er fram á hið gagnstæða með sannfærandi rökum og hann skilgreindur svo viðunandi sé. Ég fellst þar af leiðandi á tilvitnunina í því samhengi sem ég lagði hana upp í: að vitrænt innihald texta sé óháð ljóðrænu hans eða bókmenntaleika, enda geti skáldskapur verið eins óljóðrænn og óvitrænn og höfundi hans sýnist.

Kaffi

Við þurfum að horfast í augu við sannleikann.
Áðan mallaði ég nefnilega einhvern þann furðulegasta kaffibolla sem ég hef lengi bragðað. Svo komst ég að því hvað var að kaffinu: það var óvenjugott! Gömul fíkn er að skríða upp á yfirborðið og eftirbragðið er mig lifandi að drepa. En ég veit að ef ég laga meira þá fer ég í kerfi, og lok prófatarnarinnar mun hylla undir nýtt upphaf, endurvakningar sterkustu fíknar ævi minnar frá því fyrir þrem árum, þegar ég hvorki gat vaknað né sofnað nema drekka kaffi og vaknaði sérhverja nótt í fráhvörfum. Endurhvarf til þeirrar tíðar þegar ég drakk hátt í tvær könnur á dag með tilheyrandi svitaköstum, þegar ég laumaðist oft á dag á Café Milano í leit að styrkjandi einsog fíkill sem ráfar inní húsasund eftir fixi, þegar korgur var ekki óþverri heldur matur – ljúffengur kaupbætir einsog aldinkjöt í safa.
Svo nú gildir að vera sterkur. Andskotinn veiti mér æðruleysi og bjargi mér frá að seilast í könnuna!

Litterær analyse o.s.v.

Í dag flaug þröstur inn á safn. Eftir skamman eltingarleik náði ég að taka hann upp og koma honum útfyrir. En þegar ég opnaði lófann haggaðist hann ekki. Ég lagði hann niður á gangstéttina og losaði litlu klærnar úr höndinni. Enn fór hann ekki neitt, bara lá þarna einsog beinlaust viðrini, starði á mig opinmynntur og másandi. Hef aldrei séð eins lafhrætt dýr. Þrösturinn baðst undan brauðmylsnunni sem ég stráði allt í kringum hann svo ég fór aftur inn. Fimm mínútum síðar fannst hann í felum undir bekk. Kortéri síðar var hann farinn.

En núna þarf ég víst að innföra mig í litterær analysu eð hætti Åsfríðar Svenssen. Alltaf þegar ég lít þessa bók, Tekstens mønstre, finnst mér hún öðru fremur skírskota til textaskrímsla, og þá langar mig að lesa eitthvað skrímslakyns, t.d. Sólskinsfólkið. Eða Dostojevskí, því margar bækur hans eru skrímsli í vissum skilningi. Bara allt annað en þessa bók. Lyriske strukturer eftir Kittang og Aarseth (krúttin) virðist mér aftur álíka athyglisverð og gallsteinataka hjá Birni Bjarna. Literary Theory: The Basics eftir Bertens er aftur nægilega fróðleg, en eftir því þurr.

Það er því útlit fyrir að desember verði venju fremur skemmtilegur í ár.

Við Þrúnn Þralls (laumufæreyingur) ætlum raunar að stofna stúdíegrúppe svo þetta verður ekki eintómt hark fram á skófluna. Það má alveg henda gaman að þessum eðjótísku frönsku litterorum inn á milli.

Kafalds

Kannski ólíkt flestum þá er ég ánægður með veðrið núna. Massíf snjókoma og hörð suðaustanátt. Þá er gott að eiga bjór og súrmeti, og nokkur velvalin lög til að kynda undir einhverslags jólastemningu. Þetta síðastnefnda sækist raunar seint.

Prófin á leiðinni, og svo þessi jól með öllu sínu tilheyrandi hérna uhh. Það er eitthvað skrýtin tilhugsun, einsog jafnan þennan árstíma. Sumir hlutir breytast einfaldlega aldrei. Kann ekki alveg að útskýra það.

Ég óska eftir að bylurinn haldi út jólin.

Jaaá

Ef fólk vill kvarta undan mér þykir mér betra að það sé gert við mig. Ég vil ekki frétta það annarsstaðar. Ég er hreinskiptinn og seinþreyttur til leiðinda. Mér finnst gagnrýni aldrei sár nema hún komi aftan frá.

Ótengt en svipað: Ef fólk hefur eitthvað að segja mér má það bara gjöra svo vel að segja mér það. Feisbúkkleikir eru ekki valkostur við samskipti og ef tjáningarþörf lætur á sér kræla eru orð sem endranær til alls fyrst.

Og þriðja: Ef fólk hefur ekkert við mig að segja þá er betra að segja ekkert.

Allt þetta á einum degi. Hvað heldur fólk eiginlega, að ég skalli það í andlitið ef það kemur hreint fram? Ég er farinn að halda að ég sé einhvers konar viðrini. Í alvörunni, bara segið það eða sleppið því. Ég bít ekki.