Vingjarnleg ábending

Það er rétt að árétta að síðuhaldari vill halda því til haga sem sannara reynist. Ef það eru einhverjar umkvartanir, grunsemdir kvikna um annarlegar hvatir er búi að baki skrifum síðuhaldara eða efasemdir um ásetning hans, þá er honum bæði ljúft og skylt að svara öllum fyrirspurnum, séu þær rétt fram settar.

Síðuhaldara líka þó hvorki upphrópanir né dylgjur. Hafið það í huga og hugsið um hvað andarungar eru sætir í fimm mínútur, meðan þér dragið djúpt andann, áður en þér látið í ljósi vanhugsað álit yðar á persónu síðuhaldara eða innihaldi orða hans.

Áréttingu þessari er ekki sérstaklega beint að neinum einum, heldur hefur nauðsyn hennar síendurtekið opinberast sem heilagur andi frammi fyrir vitund síðuhaldara; annað hvort fyrir sakir þær, að hann er ófær um að skrifa á íslensku, eða því, að hann býr að lesendahóp sem er fyrirmunað að skilja íslensku einsog hún stendur án þess að bæta inn öllum sínum furðulegustu rangtúlkunum og hugarórum. Nema hvort tveggja sé.

En áréttingin stendur. Vinsamlegast lesið ekki milli línanna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *