Stóra planið

Stundum fellur lausnin einsog af himnum ofan. Ég hef haft áhyggjur af því að undanförnu hvernig ég komi til með að geta lifað fyrstu önnina í meistaranámi án þess að taka bankalán eða vinna einsog skepna, af því LÍN lánar ekki fyrirfram hvort sem maður nemur hérlendis eða þarlendis. Lausnin reyndist æði einföld. Nú er ég kominn með lævíslega gott plan til að fylgja.

Það er þá atriði eitt sem ég get strikað af vandamálalistanum við að flytja úr landi. Vandamál tvö er ekki á mínu valdi, en það er lengd biðlista eftir stúdentaíbúð. Ef atriði eitt gengur eftir einsog ég ráðgeri þá ætti ég að vísu að hafa efni á að leigja herbergi í einhverri rottuholunni uns röðin kemur að mér.

Vandamál þrjú felst í að útskrifast í vor. Til þess þarf ég aldeilis að nema málþróunina sem varð úr frumnorrænu til forníslensku: *herðijaR missir viðskeytið -ja við stóra brottfall > *herðiR sem veldur i-hljóðvarpi (e > i) + R samlagast r > hirðir. Ef ég skildi það rétt.

Hvað maður leggur ekki á sig til að flytja til Danmerkur.

2 thoughts on “Stóra planið”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *