Eftir allt umstangið við að koma mér inn í skráningarkerfi Háskólans í Árósum fékk ég bréf í dag þar sem mér var tilkynnt að erlendir stúdentar þyrftu að sækja um bréflega.
Svarið við öllum umleitunum mínum var semsé fólgið í tveggja blaðsíðna umsóknareyðublaði sem einni manneskju af þeim níu sem ég talaði við á fimm dögum loksins hugkvæmdist að senda mér slóðina á.
Skyndilega þykir mér Háskóli Íslands eiga aðdáun skilið fyrir skilvirkni …
Flott útlit!
Takk fyrir það!
Djöfull eru þeir gamaldags! Sendu bréfið til þeirra með fálka! 😉