Skráningarörðugleikar II

Eftir allt umstangið við að koma mér inn í skráningarkerfi Háskólans í Árósum fékk ég bréf í dag þar sem mér var tilkynnt að erlendir stúdentar þyrftu að sækja um bréflega.

Svarið við öllum umleitunum mínum var semsé fólgið í tveggja blaðsíðna umsóknareyðublaði sem einni manneskju af þeim níu sem ég talaði við á fimm dögum loksins hugkvæmdist að senda mér slóðina á.

Skyndilega þykir mér Háskóli Íslands eiga aðdáun skilið fyrir skilvirkni …

3 thoughts on “Skráningarörðugleikar II”

Skildu eftir svar við baun Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *