Eiturkoppar

Ég átta mig ekki nákvæmlega á ævintýrum eiturkoppanna í sturtunni minni, en mér virðast þeir jafnan vera tveir á kvöldin. Þegar ég fer í sturtu á morgnana er hinsvegar aðeins einn sem fylgist með milli þess sem hann étur úr netinu sínu. Þeir líta nokkurnveginn svipað út og þessi á myndinni.

Í dag eru báðir horfnir. Fyrst undraði mig en nú geri ég ráð fyrir að þeir hafi farið í skreppitúr saman löpp í löpp og snúi aftur þegar kvölda tekur.

Uppfært
Ég tek nú eftir að það er stokkur í loftinu hinumegin baðherbergisins. Geri ráð fyrir að þær príli þangað til að kúra sig saman í myrkrinu.

Myndina á David in Myazaki.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *