Eiturkoppar #2

Köngulóaparið hefur getið af sér pínulitla krúttikönguló sem kúrir nú í sturtuhorninu sem stóra parið dvaldist áður í. Stóra parið hefur hinsvegar flutt yfir klósettið og fylgist með öllum vessum sem ég læt frá mér þá leiðina.

Af öðru dýralífi hér, enda er ég svolítið skotinn í dýralífi almennt, má nefna héra sem ég sá skottast um í skógi hérna, dúfur sem eru álíka feitar og meðal tuborgdrekkandi verkamaður og geta þar af leiðandi ekki flogið, og svo ýmsir Danir, sem eru álíka feitir og meðal tuborgdrekkandi dúfur og geta þar af leiðandi ekki gengið. Broddgöltunum heyri ég í þótt ég sjái þá ekki.

Svo hef ég hitt hér nasjónalista og einn íhaldsmann sem datt íða með Geir Haarde einu sinni að eigin sögn. Það hljómar einsog að detta íða með excelskjali svo ekki öfunda ég hann neitt sérstaklega af því. Líklega er þessi síðastnefnda ein sjaldgæfasta dýrategundin sem ég hef séð hér í Danmörku til þessa. Lítið um íhald í háskólum hér einsog annarsstaðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *