Monthly Archives: nóvember 2011

Mín ýmsa framtíðarsýn 2

Það hvarflar stundum að mér að ég sé hvorutveggja áhrifagjarn og sveimhugi, sem birtist meðal annars í því ýmsa sem ég hef verið staðráðinn í að taka mér fyrir hendur í lífinu. Eitt sinn fundust mér til dæmis engin örlög merkilegri en þau að verða íslenskukennari í framhaldsskóla, svo ég reri öllum árum að því […]

Myndablogg 0

Ég er búinn að vera svo manískur við myndatöku síðan ég fékk mér nýjan síma að ég stofnaði myndablogg. Líf í myndum verður keyrð samhliða Blogginu um veginn, og síðan sú inniheldur fyrst og fremst hversdagslegar myndir sem mér þykja skemmtilegar.

Að ganga á hjálpardekkjum 0

Einhverntíma var gjarnan sagt í gríni að það væri til marks um að bloggarar ættu sér líf þegar þeir blogguðu hvað minnst. Það er kannski eitthvað til í því þótt ég viti nú ekki hvort sé orsakasamhengi í mínu tilfelli. Lífið hefur þó tekið stakkaskiptum síðustu þrjá mánuði. Ég er fluttur aftur til Reykjavíkur eftir […]