Forlagið er farið að dunda sér við rafbókaútgáfu núna, en einhverra hluta vegna selja þau ekki bækur sem hægt er að lesa á kindli. Þar til ég heyri rökstuðning fyrir því hvers vegna vinsælasta lestölvan er undanskilin ætla ég að leyfa mér að finnast það heimskulegt, ekki síst vegna þessa:
Þegar þú ert búin að hlaða Adobe Digital Edition niður í tölvuna og ert komin/n með Adobe ID þá virkjar þú forritið með því að fara í Library og velja Authorize Computer. Þetta þarf einnig að gera við önnur tæki sem á að nota. Þú getur lesið rafbækurnar þínar á þeim tækjum sem þú virkjar með Adobe-notandanafninu þínu.
Kindill er ansi vesenlaus samanborið við þetta.
Eldvarnahátíðin hefur líka verið nokkur spilahátíð í ár. Við höfum spilað Kjaftöskju og Dixit, sem er eiginlega sama spilið nema Dixit er miklu skemmtilegra, og Ticket to Ride: Europe, sem líkja mætti við einfaldað Risk með járnbrautarlestum. Mæli með þessu öllu. Þá fékk ég nýja Fimbulfamb í jólagjöf sem tekið verður í bráðlega; vona að það sé ekki síðra en það gamla.Lítið um kók og nammi þessi jól, þó. Sumarið er tíminn til að drekka kók skilst mér og það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef ekki drukkið nema eitt glas af svoleiðis yfir hátíðarnar og man raunar ekki hvaða mánuður var þegar ég drakk það þar áður. Ég endist heldur ekkert við nammiát núorðið og forðast eftirrétti einsog heitan eldinn. Veit ekki hvort ég eigi að sakna þessara hluta eða ekki. Í öllu falli á ég voða bágt með að njóta þeirra.
5 thoughts on "Eldvarnahátíðin mest"
Ticket to Ride er klárlega jólaspilið í ár.
Á fyrirlestri sem ég sótti ekki alls fyrir löngu kom fram í máli framkvæmdastjóra Forlagsins að vandamálið liggi ekki þeirra megin. Amazon hafi hafnað óskum þeirra um samstarf. Því verði einhver bið á því að íslenskar bækur fáist í Amazon eða fyrir Kindle.
Amazon hefur ekkert yfir því að segja hvort einhver selur rafbækur fyrir Kindilinn. Amazon hefur bara yfir Amazon-búðinni að segja – og hana er reyndar hægt að nálgast milliliðalaust úr öllum kindiltækjum. En það getur hver sem er selt bækur á .mobi formatti – og þau skjöl er hægðarleikur að flytja yfir á kindilinn. Þetta er meðal annars gert á emma.is og ókeypis bækur fást á rafbokavefur.is.
Gleðilega rest. Ég er gömul kerling og má segja það.
Þetta með að útiloka kindilinn finnst mér hið undarlegasta mál. Það getur varla verið gott fyrir bisnessinn að útiloka stærstu lesvélarnar?
Sæll Arngrímur . Ertu kominn með nýtt númer ég er að reyna að ná í þig frábært hvernig þú lýsir jólunum.