Nýtt útlit

Gamla útlitið á blogginu var orðið svolítið sjúskað fannst mér. Búinn að hafa það uppi í á að giska 13-14 ár og kominn tími á eitthvað stílhreint og einfalt með sæmilega stóru letri. Útlitið er enn eitthvað að stríða mér.

Til dæmis vill stjórnkerfið ekki leyfa mér að setja upp einfalt tenglasafn á spássíu síðunnar, svo ég fór út í einhverjar hundakúnstir. En þá vantar fyrirsögnina sem skýrir hvað þetta er svo eins og stendur lítur þetta út fyrir að vera safn af handahófskenndum nöfnum, flestum úr menningargeiranum.

Þetta er semsagt það fólk sem ég þekki og veit til að er virkir bloggarar. Endilega látið í ykkur heyra ef þið viljið komast í tenglaelítuna mína. Við höldum fundi á hverju fullu tungli á leynilegum stað, þegar við munum eftir því, og efni þeirra er leynilegt nema fyrir innvígða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *