Helgin var alveg frábær, ef ekki downright furðuleg … Þakka öllum hlutaðeigandi, ekki síst elsku vinkonum mínum í Sólheimasafni sem gáfu mér vöfflujárn í afmælisgjöf og spurðu strax áhyggjufullar hvort ég ætti nokkuð svoleiðis.
Jú, nokkrir glöggir lesendur urðu þess áskynja að ég aldraðist í vikunni. Jón Örn bendir á, réttilega að eigin mati, að ég beri aldurinn verr en hann. Ég á hinsvegar ekki afmæli á jóladag eins og hann þannig að lögum samkvæmt fæ ég tvöfalt fleiri pakka, auk þess byrja mín jól iðulega í nóvember.
Ein leið til að kikkstarta jólunum í nóvember er að hlusta á Önnu Netrebko syngja Óðinn til tunglsins úr Rusölku. Þar syngur vatnadísin Rusalka um löngun sína til að verða dauðleg svo hún geti elskað einhvern náunga sem ég get ekki ímyndað mér að sé mikið í spunnið, án þess ég viti það. Óperan er rússnesk þannig að vafalaust drepast allir í lokin eins og vera ber. Það skal því engan furða að ég komist í jólaskap við að hlusta á þessa epík.
Í kvikmyndinni Bicentennial man hlustar vélmennið á þessa aríu meðan það dagdreymir um mennsku. Það skyldi þó aldrei henda að einn daginn geri einhver kvikmynd án svo augljósrar symbólíkur? Næst getum við búist við að það að persóna í kvikmynd tannbursti sig með Crest Complete sé symbólískt fyrir að bróðir hennar varð úti á fjalli.
Þetta er fjandi flott melódía! 😀
Til hamingju með chesterfieldinn og fimmtán ára Skotann! 😉
Heyrðu heyrðu! Ég sagði þetta ekki…
Til hamingju með afmælið.
Gratulerar!
Takk takk!