Náttúran er að fokka í manni þegar það er sól öllum stundum sem maður getur ekki setið úti á svölum og drukkið bjór – þvert ofan í veðurspána – en rigning þegar maður getur það. Mér fannst það óréttlátt um stund eftir að ég vaknaði með sólina í andlitinu en komst að þeirri niðurstöðu að þetta sé leið náttúrunnar til að fá mig til að hætta að drekka bjór. Ekki að hún virki, come rain or come shine.
Annars er þetta ágætt. Ég vaknaði snemma (klukkan fimm) og er að horfa á Denis Leary yfir fleiri kaffibollum og sígarettum en ég þori að telja. Tryggir að ég sofna ekki undir stýri á leiðinni í vinnuna, eða yfirleitt, næstu sjö árin. Fann líka skilaboð frá bróður mínum á símanum. Hann er að fara á Tom Waits í París þremur dögum áður en ég sé hann (Waits) í Dublin. Mér sýnist allt stefna í að halda þurfi stemningskvöld fyrir tónleikana, helst nokkur svo hægt sé að kóvera allt efnið og koma sér í gírinn. Maður veit aldrei hvað karlinn tekur.