Ég trúi ekki á stjörnuspár. Samt er ég áskrifandi gegnum tölvupóst og les hana reglulega. Og alltaf kemur það eins illa við kaunin á mér þegar stjörnuspáin mín virðist óþarflega viðeigandi. Eins og í dag, þá smellpassar hún, þar stendur orðrétt nokkuð sem ég hef verið að brjóta heilann um síðustu vikurnar. Þannig geta stjörnuspár stundum verið. Hinsvegar bjóða þær aldrei upp á svör. Í raun væri það bylting ef þær gerðu það.
Viðtalið gekk annars ágætlega. Fæ svar í vikulok. Sömuleiðis hafði ég erindi sem erfiði með för minni upp í skóla áðan. Sem von var að lá vel á öllum kennurum eftir djammið á föstudaginn.
Stjörnuspár eru oft þannig að maður fer að hugsa sinn gang og veltir fyrir sér hvernig viðmót manns er í garð annarra. Jákvæðara sýn á lífið oft. Getur verið mjög þægilegt.
Rétt er það. Það er samt fríkí að lesa hugsanir sínar orðrétt í stjörnuspá. Það er bara til að rugla mann í ríminu.