Ég er farin að halda að ég sé með ósýnilegt nafnspjald á mér eða eitthvað. Það er  búið að koma svo oft fyrir hérna að fólk kallar á mig með nafni og ég hef ekki hugmynd um hvernig það veit hvað ég heiti. Ekki það að mér finnist það neitt verra, enda er nafnið mitt ekki leyndarmál, heldur finnst mér það bara svolítið skrýtið….