Draumar

Mér finnst mjög skrýtið hvernig mann dreymir. Þá er ég ekki að tala beint um innihald draumanna heldur staðina sem maður er á í­ draumum.
Til dæmis dreymir mig alltaf að ég eigi heima í­ sama húsinu, ég er farin að þekkja það mjög vel og samt hef ég aldrei séð það í­ alvörunni. Það sama á við um einhvern sal sem er alltaf sá sami (ekki að ég viti hvað ég er alltaf að gera í­ einhverjum sal!) Svo er húsið hennar ömmu (þar sem hún átti heima, ekki elliheimilið) alltaf það sama, með mjög krí­pý stigagangi!
Er ég bara skrýtin eða er þetta algengt??
pælaraJóhanna