Mánaðarskipt færslusafn fyrir: október 2006

Tæknivæðing

Heimilið mitt tæknivæðist með hverjum degi. Núna erum við skötuhjúin komin með tvær tölvur, ekki seinna vænna þar sem við erum nú tvö í­ heimili (kannski tvö og hálft ef Patti er tekinn með).

En þrátt fyrir það þá eigum við ekki enn þráðlausan heimasí­ma. Það má einhver góðhjartaður taka þá gjöf á sig.

Patti er orðinn sjúklingur enn eina ferðina. Nú þarf hann að fá stí­la og krem. Æði!

Ætla ekki allir að fara á Mýrina í­ kvöld?

Hörkutjútt

Gott partý hér í­ gærkvöldi. Allir stólar heimilisins voru uppteknir og ég held að það hafi ekki gerst áður…

Sem sagt mikið af fólki. Og allir höfðu fyrir því­ að koma í­ einhverskonar búning nema Keflaví­kurdömur (og herra) sem lí­ta greinilega of stór á sig til að taka þátt í­ svona löguðu… Iss, piss!!! 🙂

Það var ansi þreytt,nokkuð sjúskuð en ánægð Jóhanna sem vaknaði í­ morgun. Ótrúlegt hversu mikið magn af bollu getur horfið ofan í­ fáa munna…

Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér ágætlega…

Núna er ég ennþá að reyna að klambra saman ritgerð sem er búin að halda fyrir mér vöku í­ rúma viku núna! Ég stefni á að klára hana um helgina, eins gott að það takist hjá mér, ekki eins og það sé ekki nóg sem þarf að gera…

Ég hefði samt viljað gera meira á skikkanlegum tí­ma í­ kvöld en þegar ein Andrea á bauninni krefst mikillar athygli þá er það eiginlega ekki hægt. Þá er eins gott að missa bara aðeins meiri svefn á þessu…

(ég er að reyna að vera ekki bitur kvartari í­ þessu bloggi, hef það á tilfinningunni að það hafi ekki tekist vel).

Það er örugglega ömurlegt í­ London þar sem hluti af fjölskyldunni minni er, glatað að vera í­ útlöndum, hver vill ekki vera í­ hörkudembu á íslandi?

GlaðaJóhanna!! 🙂

Til heiðurs systur minnar:)

Ég er að lesa mjög góða bók sem heitir Flugdrekahlauparinn. Mæli með henni. Ég fékk hana þó á slæmum tí­ma því­ að núna eyði ég meiri tí­ma en góðu hófi gegnir við lestur hennar en ekki jafn miklum tí­ma við að læra eins og ég ætti að vera að gera.

Nú er ég samt að reyna að vera dugleg og læra, sjáum hvernig það gengur, ég sit allavega og hnerra og er með rauðsprengd augu, ég lí­t þá kannski út fyrir að hafa lært meira!

Ég fór á Draugasetrið á Stokkseyri um helgina, það var mjög gaman. Við vorum alveg búin að gí­ra okkur upp í­ það að einhver kæmi og hræddi okkur (það voru „draugar“ á setrinu sem voru í­ því­ að láta okkur bregða) og vorum alveg tilbúin með öskrin (allavega ég). Við fengum svo að kí­kja í­ safnið sem er verið að útbúa þarna en það er um álfa, tröll og norðuljós og ég er ekki frá því­ að það verði eitt það flottasta sem ég hef séð.

Mamma mí­n átti afmæli á laugardaginn og af því­ tilefni fórum við út að borða á Horninu á sunnudaginn. Það var mjög ljúft. Reyndar fórum við lí­ka í­ tilefni þess að Anna Rán á afmæli í­ dag. Hún er orðin 17 ára og fær því­ bí­lpróf við tækifæri.

Til hamingju með daginn sæta 🙂

Það er kominn vetur…

Nú er veturinn endanlega kominn held ég. Ég var úti í­ gær með húfu, vettlinga og trefil og í­ dag þurfti ég að skafa af bí­lnum mí­num áður en ég fór í­ skólann. Iss. En það er samt fallegt úti þannig að ég gat dáðst að hrauninu á brautinni áðan:)

Ég er að rembast við að skrifa ritgerðir, það gengur satt að segja bara ágætlega þó að það mætti alveg ganga betur… Er það ekki alltaf svoleiðis??

Það er eldur laus í­ byggingunni…

Þetta kom aftur og aftur í­ morgun í­ vinnunni. Það kemur voða dramatí­sk rödd sem segir manni að eldur sé laus í­ byggingunni og manni er bent á að yfirgefa húsið strax. Eftir smá stund kemur alltaf sama rödd og segir manni að það sé engin eldur laus í­ byggingunni.

Skemmtilegt!

Svona er þetta aftur og aftur á milli byggingarhljóðanna hérna uppi.

Er nema von að maður verði geðveikur!

Gærkvöldið

Ég bið þjóðfræðinema (þá fáu sem mættu) afsökunar á að hafa ekki komist í­ gær í­ keiluna. Ég fór út að borða með glæstum pí­um á Óliver í­ tilefni þess að hún Helga átti afmæli. Reyndar átti hún Sigrún afmæli nokkrum dögum áður (og bauð okkur í­ himneskar veitingar) þannig að ferðin var nú að nokkru leiti henni til heiðurs lí­ka.

Ég í­ mí­num plebbaskap hafði aldrei áður farið á Óliver, ég var þó búin að heyra alls kyns sögur og vissi ekkert við hverju ég átti að búast þegar ég loksins lét sjá mig þar.

Ég verð eiginlega að segja að mér fannst staðurinn ágætur en mér fannst maturinn ekki sérstakur. Ég held að af þeim átta sem voru við borðið og borðuðu með mér hafi tvær verið virkilega hrifnar af matnum. Mér finnst það nú heldur lí­tið miðað við fjölda og að maturinn er nú ekki ókeypis heldur. Bjórinn var lí­ka dýr þannig að ég er nú ekkert viss um að ég fari þangað aftur í­ bráð.

Eftir að vera búnar að sitja þarna í­ nokkra klukkutí­ma þá kom að þessu hefðbundna „hvert eigum við að fara“. Þetta var ekki alveg djammdagurinn minn í­ gær þannig að ég ákvað eiginlega bara að stinga af eftir að vera búin að kí­kja inn á nokkra staði með þeim. Mig langaði alveg að djamma en nennti eiginlega ekki að standa í­ því­. Kannast einhver við þá tilfinningu?

Allavega þá fór ég bara heim en stelpurnar héldu áfram. Svo vakna ég kl. 7 í­ morgun við sí­mann og dyrabjölluna. Þá voru þær að veltast heim. Þetta kalla ég nú úthald!

Verð eiginlega að segja að ég fékk smá öfundartilfinningu yfir að hafa ekki verið á djamminu en var öllu glaðri þegar ég vaknaði aftur til að fara í­Â vinnuna og leið þá bara ekkert illa…

Góð skýrsla ekki satt?

Nú sit ég hjá henni Andreu á bauninni sem þykist ekki vilja fara að sofa, það er erfitt að vera sex ára!!

vinni,vinn

Er voða mikið í­ vinnunni þessa dagana, þyrfti að sjálfsögðu að vera að læra, en svona er þetta nú bara 🙂

Núna er ég í­ vinnunni á flugvellinum. Svolí­til munur frá því­ hvernig þetta var í­ sumar. En gaman engu að sí­ður.

Er að reyna að  mana mig upp í­ að gera verkefni. Það virðist ekkert ganga mjög vel!

Mig langar í­ rauðví­n og osta….

Skrifa eitthvað sniðugt þegar mér dettur það í­ hug…

 

Nýr fjölskyldumeðlimur

Það er kominn nýr fjölskyldumeðlimur hjá mér. Hann heitir Leó og er pí­nulí­till tjúi sem systir mí­n var að kaupa. Hann er voða sætur.

Annars er allt gott að frétta. Finnst ég hafa svo mikið að gera að ég er nánast köfnuð. Held að ég hafi nú ekkert meira að gera en annað fólk, ég bara skipulegg mig ekki nógu vel!

Iss….

Gerði voða fátt um helgina, fór í­ matarboð og drakk rauðví­n en hann Hlynur vann nokkrar rauðví­nsflöskur í­ vinnunni sem við erum að dunda okkur við að smakka. Ekki amalegt það.

Held að ég hafi sjaldan átt eins mikið áfengi á ævinni og ég á núna. Ég á alveg úrval inn í­ skáp! Það er svolí­tið skrýtið.

Farin að læra

læriJóhanna

Já og Óli, mér lí­st ágætlega á breytinguna en hún mæti nú vera aðeins lí­flegri heldur þetta blóm 🙂

Gleðilegan október

Ég vill byrja á því­ að óska öllum þjóðfræði börnum sem hafa fæðst að undanförnu til hamingju með komuna 🙂

Annars er bara fí­nt að frétta af mér. Var að borða gott læri í­ boði móður minnar. Lí­fið er alltaf gott eftir góðan mat. Ég fór á smá tjútt á föstudaginn með Helgu Jónu og skemmti mér bara helví­ti vel. Kvöldið var alls ekki planað sem tjútt. Ég sat heima hjá Kollu og át pizzu og spilaði sí­ðar Catan og hafði hugsað mér að fara að sofa eftir það en þá kom Helga eins og stromsveipur og dró mig út á lí­fið. Hittum aðeins Kristí­nu lí­ka, það var ekki fyrir mikilli gleði fyrir að fara á þeim bænum. Ég vona að hún hafi nú fundið gleðina.

Mest spennandi fréttir sem ég hef eru þær að ég er að fara til Kúbu. vúhú… Um áramótin í­ 8 daga með þeim ágætu ferðafélögum Hlyni, mömmu og í–nnu Rán. Ég geri mikla ráð fyrir að ferðin verði sú elskulegasta.

Ég er lí­ka orðin SOS foreldri. Stelpan „mí­n“ heitir Ester og er sex ára gamall Afrí­kubúi. Ekki amalegt það….

Annars er ég bara búin að vera að vinna.

Afrekaði það að fara til Kef. um daginn en gerði lí­tið annað en að horfa á A.N.T.M og skoða Kúbuferðir 🙂 Og það er bara aldrei að vita nema að Sigrún vinkona verði bara lí­ka um borð í­ þeirri vél…

Langaði að fara á ostadagana í­ Vetrargarðinum í­ Smáralind en fattaði það náttúrlega þegar ég var ekki í­ aðstöðu til að fara. Bömmer!

Ég er að fara til Kúbu, ligga, ligga lá….