Heimilið mitt tæknivæðist með hverjum degi. Núna erum við skötuhjúin komin með tvær tölvur, ekki seinna vænna þar sem við erum nú tvö í heimili (kannski tvö og hálft ef Patti er tekinn með). En þrátt fyrir það þá eigum við ekki enn þráðlausan heimasíma. Það má einhver góðhjartaður taka þá gjöf á sig. Patti …
Monthly Archives: október 2006
Hörkutjútt
Gott partý hér í gærkvöldi. Allir stólar heimilisins voru uppteknir og ég held að það hafi ekki gerst áður… Sem sagt mikið af fólki. Og allir höfðu fyrir því að koma í einhverskonar búning nema Keflavíkurdömur (og herra) sem líta greinilega of stór á sig til að taka þátt í svona löguðu… Iss, piss!!! 🙂 …
Til heiðurs systur minnar:)
Ég er að lesa mjög góða bók sem heitir Flugdrekahlauparinn. Mæli með henni. Ég fékk hana þó á slæmum tíma því að núna eyði ég meiri tíma en góðu hófi gegnir við lestur hennar en ekki jafn miklum tíma við að læra eins og ég ætti að vera að gera. Nú er ég samt að …
Það er kominn vetur…
Nú er veturinn endanlega kominn held ég. Ég var úti í gær með húfu, vettlinga og trefil og í dag þurfti ég að skafa af bílnum mínum áður en ég fór í skólann. Iss. En það er samt fallegt úti þannig að ég gat dáðst að hrauninu á brautinni áðan:) Ég er að rembast við …
Það er eldur laus í byggingunni…
Þetta kom aftur og aftur í morgun í vinnunni. Það kemur voða dramatísk rödd sem segir manni að eldur sé laus í byggingunni og manni er bent á að yfirgefa húsið strax. Eftir smá stund kemur alltaf sama rödd og segir manni að það sé engin eldur laus í byggingunni. Skemmtilegt! Svona er þetta aftur …
Gærkvöldið
Ég bið þjóðfræðinema (þá fáu sem mættu) afsökunar á að hafa ekki komist í gær í keiluna. Ég fór út að borða með glæstum píum á Óliver í tilefni þess að hún Helga átti afmæli. Reyndar átti hún Sigrún afmæli nokkrum dögum áður (og bauð okkur í himneskar veitingar) þannig að ferðin var nú að …
vinni,vinn
Er voða mikið í vinnunni þessa dagana, þyrfti að sjálfsögðu að vera að læra, en svona er þetta nú bara 🙂 Núna er ég í vinnunni á flugvellinum. Svolítil munur frá því hvernig þetta var í sumar. En gaman engu að síður. Er að reyna að mana mig upp í að gera verkefni. Það virðist …
Nýr fjölskyldumeðlimur
Það er kominn nýr fjölskyldumeðlimur hjá mér. Hann heitir Leó og er pínulítill tjúi sem systir mín var að kaupa. Hann er voða sætur. Annars er allt gott að frétta. Finnst ég hafa svo mikið að gera að ég er nánast köfnuð. Held að ég hafi nú ekkert meira að gera en annað fólk, ég …
B.T.W?
Hver breytti síðunni minni??
Gleðilegan október
Ég vill byrja á því að óska öllum þjóðfræði börnum sem hafa fæðst að undanförnu til hamingju með komuna 🙂 Annars er bara fínt að frétta af mér. Var að borða gott læri í boði móður minnar. Lífið er alltaf gott eftir góðan mat. Ég fór á smá tjútt á föstudaginn með Helgu Jónu og …