Hörkutjútt

Gott partý hér í­ gærkvöldi. Allir stólar heimilisins voru uppteknir og ég held að það hafi ekki gerst áður…

Sem sagt mikið af fólki. Og allir höfðu fyrir því­ að koma í­ einhverskonar búning nema Keflaví­kurdömur (og herra) sem lí­ta greinilega of stór á sig til að taka þátt í­ svona löguðu… Iss, piss!!! 🙂

Það var ansi þreytt,nokkuð sjúskuð en ánægð Jóhanna sem vaknaði í­ morgun. Ótrúlegt hversu mikið magn af bollu getur horfið ofan í­ fáa munna…

Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér ágætlega…

Núna er ég ennþá að reyna að klambra saman ritgerð sem er búin að halda fyrir mér vöku í­ rúma viku núna! Ég stefni á að klára hana um helgina, eins gott að það takist hjá mér, ekki eins og það sé ekki nóg sem þarf að gera…

Ég hefði samt viljað gera meira á skikkanlegum tí­ma í­ kvöld en þegar ein Andrea á bauninni krefst mikillar athygli þá er það eiginlega ekki hægt. Þá er eins gott að missa bara aðeins meiri svefn á þessu…

(ég er að reyna að vera ekki bitur kvartari í­ þessu bloggi, hef það á tilfinningunni að það hafi ekki tekist vel).

Það er örugglega ömurlegt í­ London þar sem hluti af fjölskyldunni minni er, glatað að vera í­ útlöndum, hver vill ekki vera í­ hörkudembu á íslandi?

GlaðaJóhanna!! 🙂