meiri snjór

Hilmar sem ég vinn hjá hringdi í­ mig í­ morgun og spurði hvort að ég kæmist örugglega ekki í­ vinnuna. Ég var ekki búin að lí­ta út um gluggan, rétt sá glitta í­ hví­ta jörð og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið mikið mál, ég væri nú á nöglum. Þegar ég (eða eiginlega Hlynur) var svo að koma bí­lnum er stæðinu eftir að hafa mokað hann út þá var ég ekki lengur svona brött á því­ og var næstum búin að hringja í­ Hilmar og biðja hann um að sækja mig. En þetta tókst og ég komst í­ vinnuna á réttum tí­ma. Köld á tánum og með snjó upp á mið læri. Hringdi svo í­ ástkæra systur mí­na og þá sagði hún að það væri lí­till snjór í­ Keflaví­kinni. Snjórinn hefur sem sagt bara verið mér til heiðurs. Gaman að vera mikilvægur 🙂

Fór í­ ágætis ví­sindaferð á föstudaginn á Byggðasafnið í­ Hafnarfirði, kí­kti svo á Fjörukránna og endaði á Pravda. ígætisskemmtun það. Dyraverði á Dillon tókst reyndar að ræna mig allri gleði þegar hann var með skæting við mig. Langar ekki að fara þangað í­ bráð. Þoli ekki fólk sem nýtir sér vald með þessum hætti!!

Ég ætla ekki að vera bitur þannig að ég ætla að halda áfram að læra..