ég sjálf

Takk allir fyrir kveðjurnar með gærdaginn.

Ég fékk lí­ka svakalega flotta pakka, ég held barasta að ég hafi sjaldan fengið jafnmarga og núna (eftir að ég hætti að halda fjölmenn barnaafmæli fyrir sjálfa mig).

Sjálfur afmælisdagurinn byrjaði ekki skemmtilega því­ að ég lenti í­ veseni með ritgerð sem ég var að skrifa. Fólk reyndi sitt besta við kæta mig með því­ að hringja og syngja fyrir mig afmælissönginn (fékk fjóra söngva, með uglunni sem spilaði fyrir mig hugljúft lag). Það rættist samt heldur betur úr deginum um 19.00 leytið þegar ég og minn heittelskaði fórum á Argentí­nu á jólahlaðborð. Við fórum í­ fyrra og vorum svo ánægð að við ákváðum þegar við löbbuðum út að við myndum fara aftur að ári liðnu. Ég sé sko alls ekki eftir því­. Maturinn var æðislegur og ekki skemmdi það fyrir að þjónn spurði hvert tilefnið væri (það var pappí­r á borðinu okkar og lí­til skartgripaaskja, Hlynur kann sig sko) og ég fékk þetta fí­na freyðiví­n fyrir að eiga afmæli.

Allavega, við sátum og átum í­ þrjá tí­ma og ulltum út. Vorum reyndar í­ marga klukkutí­ma að jafna okkur en það er allt í­ lagi 🙂

Kennarinn minn sem tekur við ritgerðinni sem ég er að skrifa fær alveg ástarþakkir fyrir að gefa mér frest, ég var við það komin að afpanta borðið okkar.

Dagurinn í­ dag er svo búin að fara í­ ritgerðarskrif og vinnu. Að sjálfsögðu þurfti bí­linn svo að verða bensí­nlaus á Smáralindarplaninu, gott hjá honum…

Ætla að halda áfram svo að ég klári þetta einhvern tí­ma í­ nótt. Ég er alltaf að finna meira og meira sem mér finnst sniðugt…

GlaðaJóhanna