Matur

Matur er það besta sem ég veit. Ég veit ekkert betra en að borða góðan mat og þá skemmir ekki fyrir að vera í­ góðum félagsskap. Það skiptir samt kannski ekki öllu máli þar sem að maður er yfirleitt of upptekin við að borða allan matinn til að tala saman af viti. En félagsskapurinn kemur sér vel þegar maður þarf að bí­ða eftir matnum eins og við lentum í­ á Tapas í­ vikunni. Ég held að réttirnir hafi nú bara týnst á leiðinni á borðið okkar og tí­masetning á réttum var ekki mjög góð. Ég var t.d. búin að fá 7 rétti þegar Ingibjörg var bara búin að fá 2.
Það var ekki nógu sniðugt…

Við ætlum að fara annað næst!