Fréttir

Seinasta laugardag gerðist alveg stórmerkilegur atburður í­ mí­nu lí­fi.
Þá hringdi hann bróðir minn í­ mig til að láta mig vita að hann væri að fara að gifta sig nákvæmlega viku seinna.

Ég var orðlaus í­ svona 3 daga en svo fór undibúningur hjá mér á fullt. Þó að ég sé ekki að fara að gifta mig er margt sem þarf að gera, eins og að kaupa gjöf, fara í­ klippingu, heimsækja Helgu Jónu og flr. í­ þeim dúr. Nú er allt saman klappað og klárt nema fötin, þau virðast vera í­ felum. Það er ekki sterkur leikur að reyna að finna sér spariföt núna þegar útsölur eru í­ fullum gangi. Allt sem ég hef fundið til þessa er ekki nógu sparilegt eða ekki til í­ mí­nu númeri. En það hlýtur að reddast…

Þó að það hefði komið mér minna á óvart ef hún Anna Rán hefði ákveðið að gifta sig er ég orðin mjög spennt og hlakka til að mæta 🙂