Stefnumót

Ég var að hlusta á Zombie í morgun og þar var fjallað um hraðstefnumót. Þetta gengur fyrir sig á þann hátt að 20 konur og 20 kallar koma saman. Þau eru látin ganga á milli og tala við hvern af hinu kyninu í þrjár mínútur (augljóslega verður þessu öðruvísi farið þegar um að ræða hinsegin kvöld). Síðan gefurðu fólkinu einkunn og færð seinna að vita hvort hinum líkaði við þig.

Sorglegast er að átta sig á að þetta er framför miðað við kerfið sem Íslendingar búa við núna, drekka í sig kjark og reyna að fá það.

Ég hugsa að þessi aðferð hefði aldrei virkað fyrir mig enda þarf ég mun meira en þrjár mínútur áður en fólk fer að venjast mér nógu mikið til að láta sér líka vel við mig. Reyndar get ég látið fólki líka illa við mig á skemmri tíma ef ég legg mig fram.