Falsaðar fréttir og skammarleg greinarskrif

Maður hefur á tilfinningunni að fréttir af Harry Potter æðinu séu samdar af fólki hjá Pennanum-Eymundsson eða Mál & Menningu í Reykjavík. Í frétt á Netmogganum var sagt að bókin hefði ekki fengist síðan um nóttina þegar hún var sett í sölu. Þetta er augljóslega ósatt. Bóksala Stúdenta átti ennþá til bækur og ég var í Pennanum á Akureyri í gær og sá bókina þar, þónokkur eintök reyndar.

Það er með ólíkindum að svona fréttir komist í gegn en við erum hér að tala um fjölmiðil sem birtir óhugnanlega steiktar greinar eftir Jónínu Ben þar sem hún tengir misnotkun á börnum við trúleysi. Það væri fyrirtaksverkefni fyrir einhvern að útskýra fyrir Jónínu sögu barnamisnotkunnar sem hefur fengið að þrífast innan kirkjunnar, þá sérstaklega þeirrar kaþólsku.

Kann Mogginn ekki að skammast sín?

Leave a Reply