Friðbjörn Orri kaus að vera skíthæll

Ég er ekki gjarn á að verða hissa á greindarskertum ummælum frjálshyggjumanna en þetta toppar nú flest:

Það er nefnilega mikilvægt að muna að allt það fólk sem nú er í stórkostlegum vandræðum og er án matar, drykkjar og lyfja kaus sjálft að taka áhættuna. Því var sagt að fellibylur að stærðargráðunni 5 væri á leið inn yfir borgina og hundruð þúsundir fólks fóru úr bænum.

Það verður því að skoða neyð fólksins út frá þeim formerkjum.

[…]
Hins vegar vorkennir maður alltaf þeim sem lenda í slysum. En það er ekki slys að sitja og bíða eftir því að fellibylur af stærðinni 5 skelli á húsinni sínu eða að hlaupa í veg fyrir brjálað naut..
Friðbjörn Orri, eðalskíthæll þann 2. september á heimasíðu sinni.

Nú getur verið að Friðbjörn Orri hafi ekki kynnt sér málin og bara sé of fáfróður til að tjá sig um þetta en það er engin afsökun, manni ber skylda til að kynna sér svona málefni áður en maður fer af stað með svona yfirlýsingar.

Fátækt fólk sem á ekki bíla, fólk sem festist í umferðinni og komst ekki burt, fólk hafði engan stað til að flýja á, fólk með veika ættingja, veikt fólk, aldrað fólk, fatlaðir og fleira fólk sem *kaus* að verða fyrir fellibyl. Hverjum er ekki sama um þetta fólk? Allavega virðist þessum frjálshyggjuræfli vera sama þau svona fólk drepist. Félagslegur Darwinismi.

Ég verð að játa að þegar ég las þetta þá langaði mig helst að berja þetta kryppildi.

0 thoughts on “Friðbjörn Orri kaus að vera skíthæll”

  1. Heimasíða þessa náunga líkist að amk einu leyti ótrúlega heimasíðu Hannesar Hólmsteins (sem er reyndar ekki virk eins og er). Myndirnar eru allar af eiganda síðunnar: í sjónvarpinu, á fínni ráðstefnu (með Hannesi), í útvarpinu o.s.frv.

  2. Þetta kemur ekki á óvart. Friðbjörn Orri stofnaði og rak klámvefinn http://www.batman.is þar sem hann jós kvenfyrirlitningu og mannvonsku yfir græskulausa æsku landsins og kenndi henni að svona ætti að líta niður á konur.

    En þessi grein sem þú vitnar í sýnir að Friðbjörn Orri hefur ekki borið við að kynna sér þau gögn sem þó standa öllum opin (t.d. BBC umfjöllun) um fellibylinn og ástandið í New Orleans.

Leave a Reply