Bílaves

Í lengri tíma hefur verið leiðinlegur skjálfti í bílnum þegar hann er kominn á einhvern hraða.  Bíllinn hafði farið í skoðun, bæði á verkstæði og þá árlegu.  Enginn gat séð neitt að bílnum þó bent væri á þetta.  Í dag fór ég síðan á Max1 til að láta gera við lekandi dekk.  Þegar ég keyrði bílinn inn þá byrjaði bifvélavirkinn að fókusa mjög sterkt á annað dekk.  Þegar ég kom út þá sagði hann mér að dekkið væri ónýtt, það væri ekki lengur kringlótt.  Hann spurði líka “tekur það ekki svolítið í?”.  Vandamál fundið og síðan leyst.

Eins gott því á morgun keyrir Eygló út á land með Rósu, stuðara og grill sem afi Eyglóar mun setja í stað þess sem ég braut með því að keyra á annan bíl um daginn.  Stuðarinn og grillið eru annars vegar rautt og hins vegar hvítt.  Það verður væntanlega leyst.

Ég verð því einn, yfirgefinn og bíllaus fram yfir helgina.