Jónas og rímurnar

Eftir að hafa kíkt á blöðin get ég ekki annað en að tjá mig aðeins um Jónas.

Mér finnst nefnilega svolítið asnalegt að Jónas sé settur svona mikið á stall sem baráttumaður fyrir íslenskri menningu þegar hann ber ábyrgð á því að hafa slátrað rímnakveðskap á Íslandi. Þar að auki finnst mér árás Jónasar á rímnakveðskap bera vott um minnimáttarkennd hans fyrir hönd íslenskrar menningar.

Ég legg til að við færum Sigurð Breiðfjörð í þjóðargrafreitinn á Þingvöllum. Við getum allavega verið nokkuð viss um að við höfum rétta beinagrind í höndunum.