Gallinn við svona helgarferðir er að maður missir dýrmætan afslöppunartíma, allavega þegar maður er að reyna að gera jafn mikið og við Eygló. Ég er því óafslappaður og svolítið þreyttur. En dagurinn lítur vel út. Ég fer á eftir og tek næstsíðasta viðtalið mitt fyrir ritgerðina. Í kvöld er síðan badminton sem er hressandi.
Gleymdi ég ekki að minnast á í ferðasögunni þegar við Eygló prufuðum að fara upp stiga úr neðanjarðarlestarstöð þegar einungis troðfullar lyftur voru í boði? 193 þrep. Er það ekki eins og átta hæða hús eða eitthvað?