Enn af brauði

Ég áttaði mig á að ég hef ekkert minnst á brauðbakstur í langan tíma. Lesendur gætu haldið að ég hafi gefist upp á þessum brasi. Svo er ekki. Frá því að ég skrifaði síðast um brauðbakstur hef ég bara einu sinni keypt brauð í búð og það var þegar við komum af sjúkrahúsinu. Það brauð endaði raun að miklu leyti í ruslinu.

Ég útbý deig á um fimm daga fresti og baka á um tveggja til þriggja daga fresti. Þetta er ekkert mál og tekur enga stund þegar maður er kominn í æfingu. Ég nota uppskriftina hennar Nönnu að mestu leyti en hef dáltið af heilhveiti og fimm korna blöndu með. Ég mæli alveg með þessu.