Af Þjóðskrá

Ég skrapp niður á Þjóðskrá núna áðan til að fá fæðingarvottorð fyrir drenginn. Égfattaði ekki að það væri eyðublað fyrir slíkt (enda frekar undarlegt í sjálfu sér þar sem maður er ekki að breyta neinum upplýsingum). Mér var sagt að fara og fylla út slíkt blað sem ég gerði. Ég fór síðan aftur í röðina sem hafði lengst dáltið. Náunginn fyrir framan mig hafði síðan ekki fylllt út eyðublað og fékk að fylla það út við afgreiðsluborðið sem pirraði mig svoltið.

Þegar ég var búinn að borga fyrir fæðingarvottorðið bað ég um að fá að vita í hvernig trúfélagsskráning drengsins væri. Mér var sagt að hann væri skráður í trúfélag móður. Ég svaraði að ég vissi hvar hann ætti að vera skráður en fólk hefði reglulega villst í röng trúfélög. Hún svaraði að það gerðist aldrei. Ég ætlaði að benda henni á dæmi en hún sagðist þá bara ekki vilja rífast við mig á hranalegan hátt. Það er augljóslega ekki gaman að rífast þegar maður hefur rangt fyrir sér. Annars hefði hún bara átt að svara fyrirspurn minni strax ef hún vildi ekki rökræða.

Dæmið sem ég man helst eftir varðandi þetta er að sjálfssögðu Karólína hin hollenska sem var skráð í kaþólsku kirkjuna á sínum tíma af því að Þjóðskrá taldi að Hollendingar væru sjálfkrafa kaþólskir. Hún komst ekki að þessu fyrr en löngu seinna enda fær maður ekkert að vita um slíkt nema að mðaur spyrji og fæstir fatta að spyrja. Síðan var það fyrir nokkrum árum sem fólk virtist hoppa í ríkiskirkjuna þegar það skipti um lögheimili.

Ég tek fram að ég er nokkuð viss um að þetta er ekki vandamál lengur en ástæðan er sú að fólk hefur haft hátt og rifist um þetta. Ég treysti þessu hins vegar ekki og athuga því hvernig skráning mín er reglulega. Ég hvet alla til þess að gera hið sama, sérstaklega ef þeir breyttu skráningu sinni fyrir fimm, tíu árum eða meira. Hringið og athugið.