Bjarni Harðar, Þráinn og sannsöglin

Ég hef fyrir löngu lært að Bjarni Harðar á erfitt með að vitna rétt til orða annarra. Á bloggi sínu segir hann um Þráinn Bertelsson:

Fyrir viku lýsti hann því yfir að fyrr frysi í helvíti en að hann gengi úr sínum flokki en nú er hann genginn úr honum. Mér vitanlega er engin veðurathugunarstöð í helvíti og kannski er kalt þar núna, hver veit.

Mér fannst eins og hér væri verið að fara rangt með orð Þráins og gúgglaði þau:

Ætli það frjósi ekki fyrr í víti heldur en að ég skipti um flokk. Ég skil ekki hvernig nokkur lifandi maður með óbrenglaða dómgreind og góðan vilja getur dregið þá ályktun um að ég sé á leiðinni í einhvern annan stjórnmálaflokk. Ég hef starfað samkvæmt stefnu flokksins og hef hugsað mér að gera það áfram.

Sumsé Þráinn sagði allt annað en Bjarni heldur nú fram. Það hafa ekki borist neinar fréttir af því að hann hafi gengið í annan flokk. Ég er ekki einu sinni viss um að Þráinn sé genginn úr Borgarahreyfingunni þó hann hafi sagt sig úr þingflokknum.