Davíð og rússneski glæpalýðurinn

Fyrir tíu árum hélt Davíð Oddsson ræðu á Hólahátíð. Ég las hana núna áðan í leit að öðru en fann þetta:

En það mikla land Rússland með öllum sínum náttúrukynstrum og -kostum fær ekki notið sín, því stjórnkerfið og efnahagslífið nær ekki að þroskast og virðist um þessar mundir einkum lúta lögmálum glæpalýðs og eiturlyfjabaróna. Blóðpeningar þeirra flæða um Evrópu og skapa þar ótta og öryggisleysi. Menn sem engar leikreglur virða, leitast við að þvo illa fengið fé sitt í fjármálakerfum þjóðanna. Margir stjórnmálaforingar í Evrópu telja þetta mestu ógnun sem nú sé við að eiga á Vesturlöndum.

Við Íslendingar, sem svo nýlega höfum opnað okkar hagkerfi, þurfum að gæta þess að verða ekki leiksoppur slíkra afla.

Hann hefði kannski átt að passa sig betur á glæpalýðnum frá Rússlandi.