Eitt sem ég heyri um skattaþrepin mögulegu, og hátekjuskattana, er að þeir séu vinnuletjandi (munum samt að það eru bara krónurnar sem fara yfir mörkin sem eru bæði hærri prósentu). Mitt vandamál er að ég skil ekki alveg hvers vegna það er vandamál. Það eru ótalmargir atvinnulausir í dag og þá er bara alls engin sérstök þörf á að hvetja þá sem hafa vinnu að vinna mikið. Eiginlega ættum við að hvetja þá til að vinna minna svo vinnuveitendur geti ráðið fleiri í þessi störf. Ég verð því að segja að ef þessir nýju skattar eru vinnuletjandi þá hljóti það að vera rök með þeim en ekki móti.