Nærri helmingur afþakka greiðslujöfnun

Við afþökkuðum greiðslujöfnun. Við sáum bara ekkert gott við þetta…. nema kannski þá staðreynd að við gætum afþakkað.

Það afþökkuðu víst 47,7%. Þetta er nær örugglega fólk sem er að taka upplýsta afstöðu eftir að hafa kynnt sér málin. Hvað ætli séu margir af restinni sem ekki kynntu sér málið og eru nú komnir í ferli sem er til lengri tíma ekkert gott fyrir þá? Ég er ekki hrifinn.