Queenplötur dæmdar – 11. A Kind of Magic (1986)

A Kind Of MagicA Kind of Magic frá 1986 lendir í 11. sæti. Platan byggir að mestu en ekki eingöngu á lögum úr Highlander. Þarna er farin önnur leið en í fyrra skiptið og lögin eru fullsköpuð. Það á annars það sama við um þessar tvær myndir. Þær væru allt aðrar myndir ef ekki fyrir aðkomu Queen.

One Vision opnar plötuna. Ágætt lag en aldrei beint í uppáhaldi. Húmorinn að enda á steiktum kjúkling.

A Kind of Magic fellur í sama flokk. Ofspilun? One Year of Love var í töluverðu uppáhaldi en ég hlusta lítið á það í seinni tíð.

Pain is so Close to Pleasure er svo súrt og undarlegt lag. Þarna eru Freddie og John að dúlla sér saman og það gengur ekki jafn vel og það gerði t.d. á The Miracle. Eitt slakasta lag Queen og dregur plötuna niður. En ef maður er í kjánalegu skapi er rosalega gaman að syngja með í falsettunni.

Friends Will Be Friends missir stig fyrir frekar hallærislega væminn texta.

Who Wants to Live Forever er óumdeilanlega besta lag plötunnar og auðvitað eitt besta lag Queen. Lagið nær sorginni sem er svo undirliggjandi í Highlander án þess þó að beina lagið of fast við myndina. Það er vel hæg að fella tár við lagið. Það fer líka frá því að vera rólegt og einfalt yfir í að verða stórt og mikið. Annars er skondið að Brian Blessed fór með þessa línu í Flash Gordon og hún heyrist meiraðsegja á plötunni.

Gimme the Prize (Kurgan’s Theme) er þemalag óþokkans í Highlander. Þetta er kraftmikið þungarokk. Það notast við klippur úr myndinni til að skapa stemmingu. Það tekst mjög vel. Sekkjapípukaflinn er líka stórfenglegur. Þetta er í miklu uppáhaldi.

Don’t Lose Your Head er veiki punkturinn á þessari hlið plötunnar. Lagið er betra en textinn sem byggir á frösum frekar en góðri heild.

Princes of the Universe er eiginlega Highlander lagið því það var notað vel og vandlega í þáttunum og myndunum sem fylgdu. Líkt og Gimme the Prize er þetta skemmtilegt keyrandi þungarokkslag, ekki jafnt þungt þó og hið fyrra, en byggir á sömu ýktu hörkunni. Þetta eru lög sem maður vill hafa þegar maður er að hjóla upp brekkur (í eiginlegri og óeiginlegri merkingu).

Það voru þrjú aukalög á geisladiskaútáfunni, tvær lengdar og óspennandi útgáfur og Friends Will be Friends og A Kind of Magic. Píanóútgáfan af Who Wants to Live Forever sem kallast Forever er hins vegar falleg og góð.