Samsæriskenningarugl og rangfærslur í Mogganum

Það virðast einhverjir enn kaupa Moggann. Ég veit ekki hvers vegna. Núna gengur um Twitter grein sem var birt þar, væntanlega í dag. Greinin er eftir Önnu Karen Jónsdóttur (BS hagfræði) og fjallar um Black Lives Matter hreyfinguna. Þessi grein fór ekki á flakk af því að hún er vel skrifuð og ígrunduð. Það er næstum erfitt að gera upp á milli hvort er verra, málfarið eða efnið.

Samkvæmt Önnu Karen þá er málflutningur BLM byggður á misskilningi eða rangfærslum. Hún segir:

Árið 2019 voru 10 svartir óvopnaðir skotnir til dauða samkvæmt gagnagrunni Washington Post.

Það er margt athugavert við þessa fullyrðingu. Í fyrsta lagi er hún röng. Það voru 14 óvopnaðar svartar manneskjur skotnar til bana af lögreglu árið 2019 skv. umræddu gagnasafni. Í öðru lagi þá er skilgreiningin á að vera “vopnaður” mjög óljós. Lögreglan skaut allavega fjóra sem voru “vopnaðir” með leikföngum. Í þriðja lagi er hérna einungis verið að tala um þá sem eru skotnir. Þið munið að t.d. George Floyd var kraminn til bana. Í fjórða lagi er hérna gert ráð fyrir að það sé alltaf réttlætanlegt að drepa fólk ef það er “vopnað”. Hérna erum við að tala um land þar sem stjórnarskráin ver réttindi fólks til að bera vopn.

Tölfræðin er mjög einföld. Svart fólk er mun líklegra til að vera drepið af lögreglu en aðrir hópar og þá sérstaklega þegar það er óvopnað.

Til samanburðar voru 48 lögreglumenn myrtir. Hver sá sem lýsir yfir stuðningi við lögregluna á þessum morðum á hins vegar á hættu að vera rekinn úr vinnu eða skóla.

Ég myndi vilja gagnrýna þetta en ég skil ekki einu sinni hvert Anna Karen er að fara hérna. “Hver sá sem lýsir yfir stuðningi við lögregluna á þessum morðum” er bara óskiljanleg rugl. Satt best að segja væri rökréttast að skilja þetta þannig að hún sé að tala um þá sem styðja að lögreglufólk sé myrt en ég held að hún meini það örugglega ekki. Ég veit ekki hvort hún er að tala stuðning við lögreglu þegar lögreglumenn eru drepnir eða stuðning við morð lögreglu á óvopnuðu svörtu fólki. Ef hún meinar það fyrrnefnda þá er það án efa rugl. Allavega væri ég til í að fá lista yfir fólk sem hefur verið rekið fyrir að sýna samúð þegar lögreglumenn eru drepnir.

Notkun Önnu Karenar á hagtölum bendir til þess að það sé einhver brotalöm í hagfræðimenntun hennar, eins og sést hér:

Þrátt fyrir að vera bara 13,4% þjóðinnar þá eru svartir í langflestum tilfellum yfirgnæfandi meirihluti afbrotamanna. Sem dæmi voru samkvæmt ársskýrslu New York Police Department árið 2019 afbrotahlutföllin þessi:

Hérna tekur Anna Karen fjölda svarts fólks í Bandaríkjunum og yfirfærir á New York borg til að sýna glæphneigð þeirra. En vandamálið er að í New York þá er hlutfall svartra mun hærra en víða annars staðar. Þannig að tölurnar hennar eru mjög villandi. En auðvitað er það aukaatriði því staðreyndin er sú að það er ekki svart fólk sem er líklegra til að vera handtekið fyrir glæpi heldur fátækt fólk.

Þar sem efnahagskerfi Bandaríkjanna hefur verið hannað til þess að gera svart fólk fátækt (leitið að t.d. “red lining” á netinu) þá er það líklegra til þess að fremja glæpi. Af því að það er fátækt. Af því að því skortir tækifæri.

En Anna Karen telur að rasismi geti ekki verið vandamálið:

Ástæður fátæktar geta verið margar og flóknar. Rasismi er hins vegar langsótt skýring árið 2020. Ef hvíti maðurinn stjórnar efnahagnum milli kynþátta og heldur þannig efnahagsstöðu svartra niðri, ætti þá sá hvíti ekki að hafa sett sig í fyrsta launaflokk á undan Asíubúanum? Slíkt er ekki raunin en Asíubúar eru í flestum mælingum með betri afkomu en hvítir.

Hér kemur til algjör vanþekking hennar á innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Það voru lengi miklar takmarkanir á fjölda innflytjenda frá Asíu (sérstaklega reyndar Kína sbr. The Chinese Exclusion Act). Þegar var farið að hleypa inn fleirum frá þessum heimshluta þá var lögð áhersla á að hleypa inn menntuðum einstaklingum. Vel menntað fólk er líklegra til að fá hærri laun og að eignast börn sem menntar sig vel. Þannig að góð efnahagsleg staða fólks sem rekur uppruna síns til Asíu er komin til vegna (rasískrar) innflytjendastefnu. Það er mjög fróðleg umræða um þetta í hlaðvarpinu “Whiting Wongs”.

Hún Anna Karen reynir líka að flytja inn ákveðna tegund af bandarískri íhaldspólitík:

Það eru margir þættir sem hafa áhrif á fátækt. Það má velta því fyrir sér hvort það sé út af menningu eða vegna þess að 70% af lituðum börnum í dag fæðast utan hjónabands.

Við Íslendingar sem erum vön því að börn fæðist utan hjónabands erum frekar hissa á svona málflutningi. Af hverju er hjónabandsstaða eitthvað lykilatriði? Báðir synir mínir er fæddir utan hjónabands. En er ekki líklegra að efnahagslegt umhverfi hafi áhrif á hjónabandsstöðu heldur en öfugt?

Í seinni hluta greinarinnar fer Anna Karen í samsæriskenningastuð. Hún nefnir til Bill Gates og George Soros. Hún bendir líka að Kína hafi lýst yfir stuðningi við Black Lives Matter eins og það sýni hve vafasöm samtökin eru. Það að keppinautar á alþjóðasviðinu noti mannréttindamál til að koma höggi á andstæðinga sína er ekki nýtt og það ógildir ekki mannréttindabaráttuna.

Í dramatísku útspili spyr Anna Karen:

Höfum við gleymt Tiannanmen Square 1989?

Ég játa að ég man mjög vel eftir atburðunum árið 1989 en ég man líka að á Íslandi var það kallað Torg hins himneska friðar. Það er fátt hallærislegra en að nota ensk heiti á svæði utan hins enskumælandi heims.

Þá dregur Anna Karen fram vafasamar fullyrðingar um róttæka fortíð konu sem tengist BLM.

Meðhöndlun fjármagnsins sem þessir fjársterku aðilar leggja hreyfingunni til fer í gegnum Susan Rosenberg og situr hún í fjáröflunarnefnd samtakanna BLM.

Susan þessi er dæmdur hryðjuverkamaður og ævilangur aktívisti, sem hefur leitt til dauða þó nokkurra manna.

Ég ætla ekki að reyna að tæta í sundur fyrri setninguna því að þó hún sé bókstaflega röng þá er það aðallega vegna þess að Anna Karen kann ekki að tjá sig í rituðu máli. Það hvort við ættum að kalla Susan Rosenberg hryðjuverkamann er álitamál (sjá Snopes). En það að hún hafi “til dauða þó nokkurra manna” byggir ekki á staðreyndum. Hún var ekki dæmd fyrir neitt slíkt, ekki einu sinni ákærð, en hún hefur vissulega verið sökuð um það. Ferill hennar frá því að hún var leyst úr fangelsi fyrir nær tuttugu árum er hins vegar óneitanlega laus við tengsl við ofbeldi eða ógnanir.

Anna Karen vill helst kalla BLM hryðjuverkasamtök og notar þá stórar yfirlýsingar án sannana.

Hreyfingin snýst ekki um rasisma heldur pólitísk völd. Ef þú brennir fyrirtæki, lemur, drepur eða nauðgar öðru fólki og gjörsamlega rústar heilu borgunum, ertu þá ekki hryðjaverkamaður?

Nær ekkert af þessu lýsir BLM en þetta er ágæt lýsing á því hvernig komið hefur verið fram við svart fólk í Bandaríkjunum í gegnum tíðina.

Ég verð að lokum að benda á þessa setningu sem er svo undarleg að ég hálfdáist að henni:

Fólkið sem gagnrýnir nasista Hitlers er á sama tíma búið að lýsa yfir stuðningi við samtökin á samfélagsmiðlum.

Bravó.

Þetta á ekki að vera endanleg yfirferð á greininni. Hvorki málfars- eða efnislega. Bara nokkur atriði sem var einfalt að benda á. Hlutir sem Anna Karen hefði væntanlega getað flett upp sjálf.

 

18 thoughts on “Samsæriskenningarugl og rangfærslur í Mogganum”

 1. Þessi grein er svo galin að það er ekki nokkru lagi líkt. Hún gleymir líka að taka með í tölfræðina, sem hlýtur að vera út frá dæmdum glæpum, að hvítir komast mun oftar upp með glæpi en svartir og svartir eru líklegri til að vera dæmdir þótt þeir séu saklausir. Þannig að það er svakaleg bias strax þar og tölurnar sýna alls ekki raunveruleikann. En það er ekki heil brú í neinu af þessu.

 2. Frábær grein hjá þessari ungu dömu. Ef það er eitthvað sem kommúnistaumingjar eins og Sóleyjarson þola ekki er það sannleikurinn og reyna þeir að þagga niður í hverjum þeim sem sér í gegnum marxískar lygar þeirra og vogar sér að mótmæla. Að reyna að halda því fram að Black Lives Matter séu ekki marxísk samtök er eins og að reyna að segja að kommúnistaríki eins og Norður Kórea sé í raun lýðræðisríki því nafnið er Alþýðulýðveldið Kórea.

 3. Ég skora á þig í rökræður um þetta mál Óli Gneisti. Að þú skulir svara þessari ungu dömu með annari eins fáfræði er vægast sagt skammarlegt. Hérna er svarið sem ég póstaði rétt í þessu á commentakerfi dv.is þar sem ég skora á þig;

  Óli Gneisti Sóleyjarson… Ég skora hér á þig í rökræður um þetta mál. Að þú skulir svara þessum pistli Önnu með öðrum eins hroka og menntasnobbi er vægast sagt til skammar….Ef þú skilur ekki hvað hún er að skrifa þá ættiru kannski að athuga eigin lesskilning en ekki ráðast að henni persónulega…

  1. Þú byrjar á að segja að fullyrðing Önnu sé röng um fjölda óvopnaðra svartra sem hafa látið lífið af hendi lögreglu í USA. Hún er að vitna í Whasington Post, svo þetta er ekki röng fullyrðing þar sem hún minnist á heimildina….

  2. Eftir dauða nokkurra lögreglumanna í USA hefur fjölda fólks misst vinnu og lend í aðkasti fyrir að ganga með “blue lives matter” húfu. Þetta er mjög vel documentað. Færðu heimildir þínar frá CNN eða?

  3. Hvað varðar fjölda svartar í þýði USA og glæpatíðni, þá er Anna að nefna New York sem dæmi, og hún orðar það mjög skýrt. Þú hins vegar ákveður að hún sé að reyna yfirfara NY yfir allt landið. Þetta er ótrúlega ómálefnalegt af þér enda augljóst að hún er að taka þessa borg sem dæmi. Lof mér að útskýra þetta fyrir þér betur, og ég skora á þig að svara mér málefnalega;

  a) Í USA eru svartir bandaríkjamenn um 12-14% þjóðarinnar. Samkvæmt dómsmálaráðuneyti USA fremja svartir yfir 50% allra morða í landinu. Þetta á ekki við um NY heldur landið í heild. Svipuð tölfræið gildir um aðra ofbeldisglæpi….

  b) Samkvæmt pulitzerverðlaunagrein Whasington Post á árunum 2018-19 þá tóku þeir saman dauða fólks af hendi lögreglu eftir kynþáttum. Það kom í ljós að svartir væru að falla hlutfallslega oftar heldur en hvítir af hendi lögreglu. Þessi staðreynd hefur svo verið notuð til að blekkja almenning að það sé að eiga sér stað kerfisbundinn rasismi gagnvart svörtum…..

  Legðu nú saman BÆÐI a og b…. Þá færðu út merkilega staðreynd. Hún er sú að lögreglan í USA er miklu oftar að lenda í átökum við svertingja heldur en fólk af öðrum kynþáttum, sem veldur því að svartir falla mun oftar hlutfallslega. Það er búið að reikna þetta mjög nákvæmlega út eftir gögnin frá dómsmálaráðuneytinu plús WP…… Fyrir hverjar 10.000 handtökur á hvítum í USA deyja 4 af hendi lögreglu. Fyrir hverjar 10.000 handtökur á svörtum deyja 3.

  Þetta er stærðfræðileg staðreynd!

  4. Hvað varðar svört börn utan hjónabands. Ef skiliningur þinn er ekki meiri en þessi, úff,,,, Lof mér að útskýra;

  Þegar stór hluti ungra svartra manna endar á glæpabraut, þá eykur það líkurnar á því að ungar konur endi sem einstæðar mæður. Þetta er vissulega fátæktrargildra sem sumar konur ná sér ekki upp úr…. Veit ekki hvernig er hægt að útskýra betur enda frekar augljóst…

  5. Hvernig væri að kynna sér BLM aðeins? Þú veist að þessi samtök og þeir sem standa að baki þeim hafa komið með margar pólitískar yfirlýsingar sem tengjst svörtu fólki ekki neitt? Þú veist að stofnendur BLM eru yfirlýstir marxistar ekki satt?

  Hlakka til að fá málefnalegt og kurteist svar.

  1. 1. Ég fletti upp í gagnasafni Washington Post – þess vegna veit ég að hennar tölur eru rangar.

   2. Nefndu dæmi.

   3. Nei, hún talar um hlutfall svartra Bandaríkjamanna almennt og fer síðan beint í að ræða um glæpi í New York eins og sama hlutfall sé þar í borg. Eins og ég segi þá leiðir fátækt til glæpa.

   4. Sama og áður. Ungir svartir karlmenn fremja glæpi af því að þeim skortir tækifæri.

   5. Ég lét bara algjörlega vera að tala um hvort BLM væru marxísk samtök eða ekki. Þau mega vera marxísk mín vegna. En þetta eru ekki hryðjuverkasamtök.

 4. 1. “Í öðru lagi þá er skilgreiningin á að vera „vopnaður“ mjög óljós. Lögreglan skaut allavega fjóra sem voru „vopnaðir“ með leikföngum”

  Smá tilvitnun;

  “If the fake weapon can be reasonably believed to be real, then yes, robbery with a fake weapon is also considered a crime. In most jurisdictions, there is no need for an actual application of force in order for a theft to be considered a robbery. If the victim believes that they would be harmed if they did not cooperate, then that is usually good enough cause.

  Therefore, most courts would consider using a fake weapon to be armed robbery, assuming that the victim reasonably believed that the weapon was real and not fake”

  Þannig að þú getur strax tekið 4 af þessum 14 af listanum og fengið út 10. Ef þú miðar leikfangabyssu á lögregluþjón þá er hann/hún í fullum rétti til að verja sig. Punktur Önnu er þó augljós, að hvort sem talan er 10 eða 14, þá er um gríðarlega lága tölu að ræða í rúmlega 300 miljón manna ríki þar sem fjölmiðlar fókusa ítrekað á þessi örfáu dæmi.

  2. Þarf ég að googla handahófskennd dæmi og linka á þig? Ég efast ekki um að þú hafir hæfnina til þess…

  3. Hún ræðir um hlutfallið almennt og notar svo NY sem eitt dæmi…Allt sem hún nefnir í þessu er tölfræðilega rétt, og þú hefur engu svarað um tölfræðina sem ég bendi þér á að skoða hér að ofan…. Til að spara þér tíma, hérna eru hlekkir á gögnin. Annars vegar tölfræði FBI yfir glæpatíðni í USA árin 2017 – 2018, og greinar whasington post um dauða af hendi lögreglumanna eftir kynþætti;

  https://ucr.fbi.gov/crime-in-the-u.s/2017/crime-in-the-u.s.-2017/tables/table-43
  https://ucr.fbi.gov/crime-in-the-u.s/2018/crime-in-the-u.s.-2018/tables/table-43
  https://www.washingtonpost.com/gdpr-consent/?next_url=https%3a%2f%2fwww.washingtonpost.com%2fgraphics%2fnational%2fpolice-shootings-2017%2f
  https://www.washingtonpost.com/gdpr-consent/?next_url=https%3a%2f%2fwww.washingtonpost.com%2fgraphics%2f2018%2fnational%2fpolice-shootings-2018%2f

  Ef þetta er ekki nóg fyrir þig þá geturu líka lesið rannsóknina hans Roland G. Fryer, prófessor við Harvard. Þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að það væru engin sönnunargögn við því að svartir væru skotnir hlutfallslega oftar en hvítir af lögreglu, þá sagði hann það vera “the biggest surprise of my career”. Enda var hann einn margra sem hélt þetta væri staðreynd að óskoðuðu máli. RGF er svartur ef það skiptir máli…

  4. Þarna erum við sammála. Þegar ungirkarlmenn fæðast inn í aðstæður þar sem þeir hafa lélegt aðgengi að menntun, og eina leiðin út úr fátækt virðist vera reyna fyrir sér í tónlist eða íþróttum, þá er síðasta sort því miður oft leið út í glæpi…. Þetta er að mínu mati mergur málsins sem stjórnmálamenn í USA ættu að vera fókusa á, en ekki falsfréttir um lögregluofbeldi..

  5. Ef meðlimir samtaka beita saklaust fólk ofbeldi í réttrúnaði sínum, þá eru það hryðjuverkasamtök samkæmt minni skilgreiningu. Við þurfum þó ekki að vera sammála um það enda skilgreiningaratriði.

  1. 1. Þér finnst allt í lagi að drepa fólk sem er með leikföng. Frábært. En ég tek fram að það er 14 sem voru óvopnaðir, sumsé voru ekki einu sinni með leikföng. Þessir fjórir eru ekki hluti af þessum fjórtán. Auðvitað skiptir þessi 14 tala engu sérstöku máli nema að því leyti að hún sýnir hve óvandvirk Anna Karen er.

   2. Ég gúgglaði og fann ekki neitt. Þú þykist hafa fullt af dæmum þannig að þú mátt endilega koma með þau.

   3. Sem fyrr. Þú segir ekki að svart fólk sé ekki x% af heildarmannfjölda og ferð síðan að tala um hlutföll glæpa í borg þar sem hlutfallið er Y%. Þú vilt einblína á það sem Roland G. Fryer segir um svart fólk sem er skotið af lögreglu sem minnir á það sem ég gagnrýndi Önnu Karen fyrir hér að ofan. Hann talar nefnilega um að svart fólk sé einmitt líklegra til að vera drepið með öðrum aðferðum og telur það ekki vera fyllilega skýrt með aðstæðum. Ég tek fram að ég er ekki endilega að kaupa niðurstöður hans í heild. Rannsóknin virðist eingöngu byggð á skýrslum lögreglu og tekur ekki tillit til þess ef það eru til dæmis myndbönd sem sýna að lögreglan er að ljúga.

   5. BLM eru ákaflega friðsöm samtök þrátt fyrir ótrúlegar árásir á það. En ef við snúum þessu við og bendum á að lögreglan í Bandaríkjunum beitir saklaust fólk ofbeldi? Er bandaríska lögreglan hryðjuverkasamtök.

 5. 1. “Þér finnst allt í lagi að drepa fólk sem er með leikföng. Frábært”

  Ertu virkilega á þessu plani, ertu ekki fullorðin manneskja? Ég var að útskýra fyrir þér hvernig lagabókstafurinn virkar…. Þú villt náttúrulega að allir lögreglumenn í USA skoði gaumgæfilega byssurnar sem er verið að miða á þá áður en þeir meiga líta á þær sem ógn?…. Barnalegasta athugasemd dagsins…

  2. https://www.lawenforcementtoday.com/i-got-fired-for-speaking-the-truth-and-supporting-the-police/

  3. “”Hann talar nefnilega um að svart fólk sé einmitt líklegra til að vera drepið með öðrum aðferðum og telur það ekki vera fyllilega skýrt með aðstæðum””.

  Ég var að gefa þér heimildirnar sem eru grunnheimildir í þessu máli. Ef þú getur ekki reyst neinum fræðimanni sem stangast á við fréttaflutning falsmiðla, reiknaðu þetta þá sjálfur. Þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér, og það er stærðfræðileg staðreynd.

  Fryer nefnir vissulega að svartir og latinos verða fyrir harkalegri handtökum heldur en hvítir, en það spila margar ástæður þar inn í. T.d. eru svartir og latinos mun líklegri til að streytast á móti handtöku. Það skiptir samt engu máli af hvaða kynþætti lögreglumaður er í þessum tilvikum….af hverju ætli það sé?

  Þú veist líka að þar sem lögregla var látin ganga með myndavélar, þá breyttist glæpatíðinin ekki heldur ásakanir á hendur lögreglu minnkuðu… M.ö.o. fyrir myndavélarnar var ítrekað verið að ljúga upp á lögregluna í yfirheyrslum (að handtakan hafi verið harkaleg/þeir lástu ekki rétt viðkomandi o.s.frv.)

  4. Það hafa yfir 30 svartir einstaklingar látist í mótmælunum/óeirðunum sem BLM hafa hvatt til. Talsmenn BLM hafa ekki fordæmt þetta ofbeldi, enda er stuðningurinn við samtökin í frjálsu falli. Á sama tíma var dauði Georfe Floyd fordæmdur af lögreglu út um allt land….

  Ef þú sérð ekki muninn þarna á mili þá get ég ekki hjálpað þér.

  1. 1. Ég benti á að það er vandamál að lögreglan væri að drepa fólk sem væri með leikföng. Þú virtist ekki telja það vandamál.

   2. Hún var sumsé ekki rekinn úr námi eða vinnu heldur af stúdentablaði. Er þetta það besta sem þú getur boðið upp á? Hún var ekki einu sinni rekin fyrir að tala um morð á lögreglumönnum – sem er það sem ég held að Anna Karen hafi verið að tala.

   3.

   a) Ég benti þér á að umræddur fræðimaður notar ekki góðar rannsóknaraðferðir og að niðurstaða hans er flóknari en þú heldur fram.
   b) Stofnanabundin kynþáttamismunin er ekki bundinn við litarhaft þeirra sem framkvæma stefnu hennar.
   c) Vandamálið með myndavélarnar sem lögreglan gengur með er að lögreglan hegðar sér vel þegar það er kveikt á þeim slekkur síðan einfaldlega á þeim þegar þeir vilja fela eitthvað. Það er gríðarlegt vandamál.

   4. Hverjir drápu þessa 30 einstaklinga? BLM? Öfgahægrimenn á trukkum? Hvaðan koma þessar tölur?

 6. 1. Rólegur á strámanninum. Ef þú getur ekki hagað þér eins og fullorðinn maður heldur reynt að stökkva í rökvillur til að reyna halda þér á floti þá hef ég bæði lokið máli mínu, og styrkt málstað minn = þú veist ekkert um hvað þú ert að tala…

  Prófaðu að fara inn í banka í hvaða landi sem er með leikfangabyssu og miðaðu á gjaldkera. Ef þú lifir yfirbugun lögreglu af reyndu að segja henni að þetta hafi bara verið leikfangabyssa og því engin skaði skeður. Þú getur ekki verið svona einfaldur??

  Ég skal þó klára svör mín;

  2. Hún var rekin fyrir að styðja lögregluna sem er punkturinn sem ég kom með…..Ég tók annars bara það fyrsta sem kom upp í leitarvél….

  3. Nei, það er þín persónulega skoðun að rannsóknaraðferðir hans séu slæmar. Allar rannsóknir á svona viðkvæmu máli eru umdeildar. Þess vegna birti ég líka opinberar tölur til að sanna mál mitt, og rannsóknina sem viðbót…. Líkt og ég sagði, þá eru svartir og latinos líklegri til að streytast á móti handtökum sem auka líkurnar á harðari meðferð (er búinn að útskýra þetta áður)

  Það er ekki til neitt sem heitir kerfisbundinn rasisimi í USA. Nefndu mér ein lög í landinu þar sem viðurlögin eru mismunandi milli kynþátta? Ég skal spara þér tíma, þú getur það ekki…..

  Þegar það eru 800.000 lögreglumenn í landi, þá skal ég alveg fallast á það að innan þess hóps séu skíthælar. Málið er að myndavélarnar hafa samt líka hjálpað lögreglumönnum þegar það er verið að ljúga upp á þá sakir (er búinn að útskýra þetta áður)

  4. Þessi tala er mjög á reiki enda erfitt að áætla nákvæmlega hvaða morð tilheyra óeirðum og hver ekki. Mótmælin/óeirðirnar útaf George Floyd einum marka 19 dauðsföll samkvæmt Wikipedia en þær tölur eru næstum 4 mánaða gamlar… Síðan þá hafa geisað stanslaus mótmæli (og óeirðir) í mörgum fylkjum USA þar sem fleiri hafa látið lífið. Fjöldi annara ofbeldisverka þar sem fólk hefur særst illa er einnig ekki upptalin enda nær ómögulegt að nálgast þær í einhverju samhengi.

  “Öfgahægrimenn á trukkum?”

  Þarna dæmdiru þig úr leik. Það gerðist vissulega að BLM óeirðarseggir umkringdu trukk þar sem ökumaðurinn tók af stað í sjálfsvörn. Þú ættir að kynna þér smá mótmælasögu USA áður en þú tjáir þig á þennan skammarlega hátt. T.d. í óeirðunum í LA gerðist það oftar en einu sinni að bílstjórar á trukk/löreglubíl voru dregnir út úr bílnum og barðir illa eða til ólífs….

  Ég er búinn að svara þessum punktum sem þú reyndir að nota til að hrekja Önnu, og núna er ég farinn að þurfa endurtaka mig því þú getur ekki svarað rökum mínum og ert kominn í strámannarök. Takk fyrir spjallið og ef einhver les þetta og vill ræða meira um þessi mál þá er frjálst að hafa samband við mig á messenger.

  1. 1. En lögreglan drepur ekki bara einhverja sem eru með leikfangabyssur í banka. Hún drepur krakka sem er að leika sér út á götu.

   2. En það er bara ekki það sem Anna Karen var að tala um og ég var að gagnrýna.

   3.

   a) Þegar lögregluskýrslur segja eitt og myndavélar segja annað þá notaði hann lögregluskýrslur. Það er augljóslega vafasamt.

   b) Þú veist greinilega ekki hvað stofnabundið misrétti er. Það snýst ekki endilega um lög heldur líka hluti eins og vinnustaðamenningu.

   c) Ég er búinn að benda þér að það lögreglumenn geti slökkt á myndavélunum og stjórnað hvað er tekið upp skekkir þetta mikið.

   4.

   a) Ég hef ekki enn neina hugmynd um hvað þú vilt að BLM fordæmi. Morðin sem Kyle Rittenhouse framdi?

   b) Það eru til ótal myndbönd af bílum að keyra inn í mannfjölda. Ég veit ekki af hvernig þú ferð að því að halda að gangandi vegfarendur séu hinir seku.

   5. Þú hefur ekki hrakið eitt eða neitt. Þú veist ekkert um strámannsrökvillur. Þú hefur vissulega þurft að endurtaka þig en hlutir verða ekkert sannari þó þú segir þá aftur.

  2. 1. Fyrir utan allt annað þá er sláandi að þér finnist í lagi að lögreglan drepi nokkurn, hvort sem haldið er á leikfangabyssu eða alvöru. Að þér finnist svo sjálfsagt að miðað sé strax á höfuð eða brjóst, en viðkomandi ekki afvopnað á annan hátt, t.d. með því að miða í handlegg eða öxl.

   En það er auðvitað fyrir utan allt annað, sem þegar hefur verið svarað á þessum þræði.

 7. Var bent á svarið þitt og ákvað því að henda í þig einu mótsvari í viðbót.

  1. Er lögreglan að drepa krakka sem eru að leika sér út á götu?? Í 328 miljón manna þjóð, ertu þá að taka dæmið um Tyre King? Heldur þú sem sagt virkilega að lögreglan hafi vitað að þetta væri leikfangabyssa og ákveðið að myrða hann að gamni sínu?

  Prófaðu að skoða rannsóknir þar sem fólk fær að prófa fara í svipaðar (stjórnaðar) aðstæður og lögreglan þarna ytra þarf að eiga við…… Þakkaðu fyrir að þessar löggur fái allavega einhverja þjálfun því meðal manneskja í þessu starfi myndi taka í gikkinn við mun vægari tilfelli.

  Er ég að segja að lögreglan sé fullkomin? Vissulega ekki og það er allt önnur umræða.

  3. Líkt og ég benti þér á áðan en þú hunsar viljandi þá hefur glæpatíðni í USA ekkert minnkað eftir að lögreglur byrjuðu að ganga með myndavélar. Ásakanir á hendur lögreglu hafa hins vegar minnkað enda geta óprúttnir glæpamenn síður sakað lögreglunni um eitthvað sakhæft….

  4. Lestu um David Dorn…Hann er einn margra svartra sem eru fórnarlömb óeirðanna. Lestu um allt svarta fólkið sem misstu fyrirtækin sín í óeirðunum…. Hefuru í alvörunni lesið eitthvað um þetta??

  Varðandi Kyle Rittenhouse þá er augljóst að þú ert mataður af áróðursmiðlum. Horfðu á atburðarrásina af Kyle Rittenhouse sjálfur og myndaðu þér skoðun. Hún er öll aðgengileg í myndformi. Það er mjög augljóstað hann er að verja sjálfan sig, enda verið að reyna lemja hann með vopni þegar hann snýr sér við og hleypir af fyrsta skotinu. Hvort þessi drengur hefði átt að vera þarna með hríðskotabyssu er svo allt önnur umræða.

  5. Já, það eru til ótal myndbönd af mótmælendum stöðva umferð, og stoppa hraðbrautir án nokkurra heimilda.

  Ef hópur fólks (sumt vopnað) stoppar umferð og hópast að ökutæki þá finnst mér afskaplega ómálefnalegt að reyna setja sig inn í höfuð ökumanns og ákveða að hann sé að reyna keyra niður mótmælendur. Miðað við hvernig ökumenn í þessari stöðu hafa verið lamdir til ólífs í gegnum tíðina finnst mér mjög líklegt að viðkomandi sé að bjarga sjálfum sér úr aðstæðum sem hann/hún skilur ekki.

  Ef það væru í alvörunni bílstjórar sem væru að fara í bíltúr með því eina markmiði að keyra niður fólk, þá væri verið að stráfella mótmælendur á hverjum degi….. Hugsaðu gagnrýnt um þetta en ekki útfrá sjónarhorni sem hentar málstaðnum.

  Að lokum… Hef ég ekki hrakið neitt? Þá hefur þú ekki lesið neitt. Eftir hvernig þú svaraðir henni Önnu þá bjóst ég vissulega við að mæta enn einum Donny Kruger, en vonaðist þó eftir einhvers konar vilja til að skilja og reyna ræða málið útfrá staðreyndum. En nei, ég er sakaður um að finnast í góðu lagi að drepa fólk með leikföng….

  Ég þakka þér fyrir tíma þinn.

  1. 1. Það er ekki bara eitt dæmi. Tamir Rice er annað dæmi. En þetta hefur staðið í áratugi.

   3. Ég veit ekki einu sinni hvaða punkt þú ert að koma með hérna.

   4. Þú áttar þig á því að fólk sem rænir búðir er ekki að taka þátt í mótmælum? Kyle Rittenhouse kom til að drepa og hann gerði það.

   5. Prufaðu að horfa á myndböndin óklippt. Ekki fá þau í gegnum einhverjar áróðursíður.

   6. Ef þú vilt ekki að fólk haldi að þér þyki allt í lagi að drepa fólk “vopnað” leikföngum þá ættir þú kannski að passa þig á orðalaginu.

   Þú hefur ekki svarað einu eða neinu í minni færslu þrátt fyrir að hafa skrifað mikið. Ef þú ætlar að fara farðu þá. Ekki væla yfir því að ég sé að svara bullinu í þér.

Lokað er á athugasemdir.