Fyrir um tveimur árum áttaði ég mig á hve mikið ég saknaði þess að horfa á kvikmyndir. Eitt af því fyrsta sem ég gerði var að búa til lista með kvikmyndum sem mig hefði alltaf langað til að horfa á og um leið myndir sem ég hafði misst af síðustu ár. Þó mér hafi tekist að horfa á margar af þessum myndum lengist hann sífellt. Nú eru um fjórtán hundruð myndir á honum.
Ég náði að smita eldri son minn af þessum áhuga. Gunnsteinn gerði eigin lista og byrjaði að fylgjast með nýjum og klassískum myndum sem voru að koma í bíó. Það verður auðvitað til þess að ég fer oftar í bíó.
Í lok síðasta árs ákvað ég að sameina tvö markmið. Í fyrsta lagi að halda áfram að horfa á kvikmyndir og um leið að skrifa um þær. Stefnan var ekki að horfa á eina mynd á dag eða fara á hundrað myndir í bíó. Sá partur var „óvart“.
Ástæðan fyrir því að ég vildi skrifa um myndir er af því ég hef lítið sem ekkert skrifað síðustu árin. Ég hef orðið of meðvitaður um hve fáir lesa það sem ég hef fram að færa miðað við gullöld bloggsins. Þannig að ég ákvað að mér þyrfti að vera sama hvort fólk væri að lesa. Ég varð reyndar full einbeittur í því og átti jafnvel erfitt með að taka jákvæðum viðbrögðum
Snemma árinu dó Ásgeir. Ef við undanskiljum fólk sem ég hef bókstaflega búið með var hann sá sem ég hafði oftast farið með í bíó. Við höfðum þann sið/ósið að ræða helst ekki kvikmyndir sem við vorum sammála um. Við eyddum þess í stað tíma okkar í að rífast um allar hinar. Frá því að Ásgeir dó hef ég varla horft á mynd án þess að hugsa til hans.
Letterboxd tölfræði
Á árinu skráði ég mig á Letterboxd og er þar með dagbók yfir kvikmyndir sem ég hef séð. Þið getið kíkt á þetta hvort sem þið eruð skráð eða ekki.
Þar sem árinu var að ljúka birti Letterboxd greiningu á áhorfi mínu 2025. Ólíkt Spotify gerist þetta sumsé í janúar og inniheldur þar með allt árið.
Samkvæmt þeim skráði ég 377 kvikmyndaáhorf. Ég er ekki alltaf sammála Letterboxd um hvað telst kvikmynd því þarna eru líka örfáir þættir og stuttmyndir. Þó er ég viss um um að ég náði að horfa á rúmlega eina kvikmynd á hverjum degi að meðaltali.
Sá leikari sem ég sá oftast í þessum myndum var Dick Miller (10) en sá sem leikstýrði flestum þeirra var Joe Dante (9). Miðað við að sá fyrrnefndi lék í öllum myndum hins síðarnefnda eru þessar tölur ekki óháðar.
Fyrsta myndin var Nosferatu en sú síðasta Gremlins (sem ég er að skrifa um og kominn með um tvöþúsund orð).
Flestar kvikmyndir sá ég á miðvikudögum sem skýrist af því að þá eru gjarnan sýndar klassískar myndir í Sambíóunum og Bíó Paradís er með lengri dagskrá þannig að ég fór stundum á fleiri en eina mynd í sömu heimsókn.
Ég sá 106 kvikmyndir í bíó í fyrra. Þar af voru 43 frá 2024 eða 2025. Það munar sumsé mikið um allar þessar klassísku myndir. Flestar myndir sá ég í Bíó Paradís (39) og skiptar töluverðu máli að vera með árskort. Flestar myndirnar sá ég með Gunnsteini sem sá bara 103 myndir í bíó.
Dómarnir
Dómarnir mínir byrjuðu að formast þegar á leið árið. Ég leiddist líka út í stjörnugjöf því fólk virtist misskilja þumlana mína (mér einum líklega finnst það fyndið að þeir eru báðir vinstrimegin) og handahreyfingar. Öll stjörnugjöf er auðvitað vitleysa og það á sérstaklega við um mínar. Það er samt nauðsyn að hafa eitthvað viðmið.
Ekki búast við „bestu myndir 2025“ frá mér strax því mér leiðist að gera svona lista sem eru á skjön við tímabilið sem flestir erlendir listar miða við. Síðast gerði ég þetta í kringum Óskarinn enda hafði ég þá haft tækifæri til að sjá flest sem talið var best. Líklega verður sú raunin í ár.
Mikið vildi ég að fleiri skoðuðu þessar færslur á blogginu. Það er allt svo mikið snyrtilegra og með fullt af tenglum. RSS er líka besta tólið til að berjast við vondu fyrirtækin.
Bíólisti 2025
Hérna eru þær hundrað og sex myndir sem ég sá í bíó árið 2005. Sumum myndum fylgja ekki dómar af ýmsum ástæðum. Ég held til dæmis að það hafi verið mistök að sjá Leyniþjónustumanninn og Tilfinningagildi sama kvöldið því ég náði um hvoruga að skrifa.
- A Complete Unknown (2024) 👍👍
- A Real Pain (2024) 👍👍
- Anora (2024) 👍👍
- American Psycho (2000)🫴
- Akira (1988)🫴
- All the President’s Men (1976) ★★★★☆👍👍🖖
- Alphaville (1965) ★★★★⯪👍👍
- An American Werewolf in London (1981) ★★★★☆👍👍
- Baby Driver (2017) ★★★★★👍👍
- Batman (1989) 👍👍🖖
- Batman Begins (2005)★★★☆☆👍
- Batman Returns (1992) 👍👍🖖
- Being There (1979) 👍👍🖖
- Black Bag (2025)👍👍
- Bugonia (2025) ★★★★★👍👍
- Bullitt (1968) 🫳
- Caught Stealing (2025)
- Clerks (1994) ★★★★★👍👍🖖
- Companion (2025) 👍👍
- Con Air (1997)👍👍
- Den Sidste Viking (2025)★★★★☆👍
- Den stygge stesøsteren (2025)👍
- Die My Love (2025) ★★★★⯪👍👍
- Dust Bunny (2025) ★★★★★👍👍
- Elio (2025)👍
- Eldarnir (2025)
- Elskling (2024) 👍
- Eyes Wide Shut (1999) ★☆☆☆☆👎
- Full Metal Jacket (1987)★★★★★👍👍🖖
- Godfather Coda: The Death Of Michael Corleone (1990/2020)👍
- Goodfellas (1990) 👍
- Heilaga fíkjan / Dāne-ye anjīr-e ma’ābed (2024) 👍
- Hrafninn flýgur (1984) ★★★⯪☆👍
- Interstellar (2014)👎
- It’s a Wonderful Life (1946)★★★★★👍👍🖖
- Judge Dredd (1995) ★★★☆☆👍
- Kisi/Straume/Flow (2024) 🫳
- Le mépris (1963) ★★★⯪☆👍
- Love Hurts (2025) 👍
- Mademoiselle (1966) ★⯪☆☆☆👎
- Materialists (2025)👍👍
- Mickey 17 (2025) 👍
- Milli fjalls og fjöru (1949)
- Naked Gun (2025) ★★★⯪☆ 👍👍
- Nobody 2 (2025)★★⯪☆☆🫴
- No Other Choice (2025) ★★★★☆👍
- Nosferatu (2024) 👍👍
- Novocaine (2025)👍
- Nuovo Cinema Paradiso (1988) 👍👍🖖
- One Battle After Another (2025) ★★★☆☆👍
- Óðal feðranna (1983)👎
- Paris, Texas (1984) ★★★★★👍👍🖖
- Pee-wee’s Big Adventure (1985) ★★★★★👍👍🖖
- Pigen med nålen (2024) 👍
- Pulp Fiction (1994) 👍👍🖖
- RoboCop (1987) ★★★★⯪👍👍🖖
- Róm (2024) ★★⯪☆☆👍
- Scott Pilgrim vs. the World (2010) 👍👍
- Sex (2024) ★★★☆☆👍
- Sentimental Value (2025)
- Sinners (2025)👍👍
- Smurfs (2025) 🫳 ★★☆☆☆
- Spartacus (1960) ★★★★☆👍👍🖖
- Sterben (2024) 👍👍
- Superman (2025)👍👍
- Suspiria (1977) ★★★★⯪👍👍🖖
- Tár úr steini (1995)
- The Amateur (2025)🫴
- The Bad Guys 2 (2025) ★★☆☆☆🫴
- The Brutalist (2024) 🫴
- The Damned (2024) 👍
- The Dark Knight (2008) ★⯪☆☆☆👎
- The Elephant Man (1980) 👍👍🖖
- The First Wives Club (1996) ★★★⯪☆👍
- The French Connection (1971)★★★★☆👍
- The Godfather (1972) 👍👍🖖
- The Godfather Part II (1974)👍👍🖖
- The Great Dictator (1940)★★★★★👍👍🖖
- The Longest Day (1962)🫴
- The Long Walk (2025) ★★★★☆👍👍
- The Matrix (1999)👍👍
- The NeverEnding Story (1984) ★★★☆☆👍
- The Phoenician Scheme (2025)👍👍
- There Will Be Blood (2007) ★★★★☆👍👍
- The Rock (1996)👍
- The Rocky Horror Picture Show (1975) ★★★★☆👍👍🖖
- The Roses (2025) ★★★☆☆👍
- The Running Man (2025) ★⯪☆☆☆👎
- The Secret Agent (2025)
- The Shining (1980) ★★★★★👍👍🖖
- The Sound of Music (1965) ★★★★★👍👍🖖
- The Sting (1973) ★★★⯪☆👍
- The Thing (1982)👍👍🖖
- The Untouchables (1987) ★★★★⯪👍👍🖖
- The Wolf of Wall Street (2013) ★★★⯪☆👍
- Thunderbolts* (2025)🫳
- Together (2025) ★★★★☆👍👍
- True Lies (1994) 🫴
- Un simple accident (2025) ★★★★★👍👍
- Vampyr (1932) 👍🖖
- Vingt Dieux (2024)👍👍★★★⯪☆
- Vlny / Öldur (2024) 👍👍
- Weapons (2025) ★★★★☆ 👍👍
- What Ever Happened to Baby Jane? (1962) ★★★ ★★👍👍🖖
- Wicked – For Good (2025)★★★☆☆🫴
- Wild At Heart (1990) ★★★★★👍👍🖖
