Aftur til hins hliðræna
Síðastliðið misseri hef ég verið að kukla við filmuljósmyndun. Það byrjaði sakleysislega þegar ég keypti ódýra og frumstæða myndavél frá bókabúðinni á Flateyri, Kodak Ektar H35 Half-frame: nýja hönnun sem líkir nokkurn veginn alveg eftir gömlu instamaticvélunum að því undanskildu að í stað kubbs er innbyggt flass og í stað hylkis tekur vélin filmu á […]