Útför

Þá er Berti frændi dáinn, jarðarförin var í dag. Ég minnist þess aðeins að hafa hitt hann einu sinni en þá var ég á sjöunda ári. Þá gaf hann mér ópal og var voða góður við mig, svona eins og afar myndu gera. Þá þegar hélt ég að hann væri orðinn fjörgamall.

Sálmaskráin leiddi hins vegar í ljós að Berti var aðeins sextíu og fjögurra ára þegar hann dó. Það lyktar af einhverri ósanngirni. Og enn blossar krabbamein upp annarsstaðar í fjölskyldunni. Við því er miður lítið hægt að segja, aðeins vona.