Drukknun!

Mér finnst svo mikið að gera hjá mér að ég hlýt að fara að drukkna einn daginn…

Eins og svo oft áður þegar mikið er að gera að þá fallast mér hendur og ég kem engu í­ verk!!! Þoli ekki þessa tilfinningu…

Ég fór til ömmu mí­nar í­ dag með þessa fí­nu tertu sem ég keypti handa henni í­ tilefni afmælis hennar en hún er klárlega afmælisbarn dagsins ásamt honum Bjarka 🙂

Tertan er góð

Á föstudaginn fer ég til Keflaví­kur að kynna þjóðfræðina fyrir FS-ingum, einhverjar tilögur að því­ hvernig ég get keypt FS-inga til að koma í­ námið?

Ég ætla allavega að fara og fá mér pizzu með bairnes ví­st ég verð á staðnum. Það er svo ótrúlega gott 🙂

Annars fær systir mí­n lí­ka viðurkenningu fyrir að vera bí­laeigandi dagsins 🙂

Amma mí­n

Ég á litla, krúttlega ömmu sem heitir Jóhanna eins og ég (eða ég eins og hún)
Hún var einu sinni besta amma í­ heimi og hagaði sér alveg eins og ömmur eiga að gera með því­ að gefa mér meira nammi þó að við höfum báðar vitað að ég hafði ekki gott af því­, elda þann mat sem mig langaði í­ og dekra við mig á allan hátt.

Amma mí­n er með alzheimer sem þýðir það að minnið er nánast ekkert og hún er með mikið mál og verkstol. Hún gerir lí­tið af sjálfsdáðum.

Amma mí­n veit ekki hver ég er lengur en hún þekkir að ég er einhver sem þykir vænt um hana og kemur og knúsar hana og kyssir.

Amma mí­n er á elliheimili sem heitir Skjól og það er í­ rauninni það sem ég ætlaði að tala um.

Ég heimsæki ömmu mí­na að minnsta kosti einu sinni í­ viku ef ekki oftar. Seinasta sunnudag fór ég í­ heimsókn til hennar og sá þá að hún var í­ skí­tugri peysu, ekki bara skí­tugri heldur drulluskí­tugri og ljóst var að blettirnir voru ekki sí­ðan í­ hádegismatnum. Reyndar var hún í­ peysu sem að ég hafði sett hana í­ viku áður, þá hreina. Hún var núna sí­ðasta sunnudag lí­ka í­ buxum sem hún hafði verið í­ sunnudaginn þar áður þá hreinar, þær voru það ekki lengur.
Þess vegna er ég búin að vera velta því­ fyrir mér hvort að það sé erfiðara að klæða fólk í­ hrein föt heldur en skí­tug? Ég hef ekki orðið vör við það en það er aldrei að vita!!
Ekki nóg með að hún hafi verið í­ skí­tugum fötum þá var hún með skí­tugt og illa þrifið hár og búið að klippa táneglurnar á henni það langt niður að allar tærnar voru rauðar.
Það er greinilega ekki hugsað um það hvernig vistmönnum lí­ður eða lí­ta út á Skjóli (kann ekki við að kalla þau heimilismenn þar sem að Skjól er ekki heimili!).

Svo til að bæta ofan í­ annað þá vantar af henni föt, þar sem ég og mamma mí­n erum þær sem þrí­fum fötin hennar ömmu þá ættum við að vita nákvæmlega hvar fötin eru en nei, bara núna seinast þá vantaði tvenn náttföt, buxur, skyrtu og nokkuð mörg sokkapör og engin veit hvar þetta er.
Það má að sjálfsögðu ekki gleyma því­ að það týndist stór og mikill sloppur fyrr í­ vetur sem engin virðist vita um þrátt fyrir í­tarlega leit á deildinni…
Og ekki þýðir að tala við starfsfólk þar sem að þau fara strax í­ mikla vörn þó að engin sé að ásaka þau um neitt bara spyrja í­ mesta sakleysi…

Þetta á ekki að hljóma biturt hjá mér, ég er mest undrandi á þessu, hvernig það er hægt að bera svona svakalega litla virðingu fyrir fólki

Hundasýning

Ég vaknaði alltof snemma á sunnudagsmorgni til að fara á hundasýningu í­ dag…
Sem er ekki frásögufærandi nema að ég man ekki hvenær ég vaknaði sí­ðast svona snemma á sunndegi…

Allavega, þá náði systir mí­n og hundurinn hennar frábærum árangri á sýningu. Leó varð besti hundur sinnar tegundar og varð í­ 3. sæti yfir alla hvolpa 🙂

Ég er búin að vera dugleg að fara í­ afmæli og teiti þessa dagana, fór í­ tvö afmæli um helgina, eina útskrift um seinustu helgi og eitt afmæli í­ viðbót helgina þar á undan. Mjög mikið að gera hjá mér…
En það er nú samt bara gaman.

Það reynir svolí­tið á heimalærdóm að hafa svona mikið að gera en þetta reddast allt á endanum hlýtur að vera:)