Monthly Archives: júní 2003

Viðurkenningar 0

Hér hefst nýr liður, en í lok hvers mánaðar skal bloggurum veittar viðurkenningar fyrir ákveðin afrek á ólíkum sviðum. Bloggari júnímánaðar: Ármann Jakobsson Framfarabloggari júnímánaðar: Steindór Grétar Jónsson Eipari júnímánaðar: Atli Freyr Steinþórsson Lygari júnímánaðar: Birgir Már Daníelsson Letibloggari júnímánaðar: Elísabet Karlsdóttir Ef einhver hefur eitthvað um þetta að segja er þeim að sjálfsögðu heimilt […]

Verðlaun 0

Verðlaun fyrir bestu smásöguna eru enn í athugun en líklegt þykir mér að valið muni standa á milli The Catcher in the Rye eða Bréf til Láru.

111533225402433205 0

Ítrekun Vinsamlegast sendið mér e-mail á arngrimurv@hotmail.com með staðfestingu á þátttöku yðvar í smásagnakeppnina ef þið viljið taka þátt. Ah, what’s the use? Það hefur greinilega enginn áhuga á þessu. Reglubreytingar í smásagnakeppni Smásögur þurfa að vera a.m.k. þrjár Word síður í leturstærðinni tólf með default línubili. Sérstök leyfi verða þó veitt ef ástæða fyrir […]

111533219213010765 0

Ég virðist vera hafður að skotmarki fyrir þá sem hafa gaman að samlíkingum. Fólk sem mér hefur verið líkt við hingað til: Tom Waits Ron Perlman Gunnar Þórðarson Lionel Ritchie Guy Pearce Ben Affleck Hvers vegna fólk hefur gaman að þessu mun ég aldrei komast að.

111533216093692898 0

Orðatiltækið „Cat got your tongue?“ er algjör óþverramunnsöfnuður. Réttilega íslenskað: „Reif kattarófétið úr þér tunguna svo blóðið rennur án afláts niður í kok þér?“ Ef kettir tækju upp á slíku ættu þeir varla tilkall til hins verðuga titils „vinsælasta gæludýrið“.

Rútínan 0

Skyldi maður verða hlessa? Þessi nótt virðist ætla að vera jafn fljót að líða og bölvuð helgin! Svona er þetta þegar hrukkurnar fara að koma sér fyrir og maður finnur ellina hellast yfir sig eins og hland úr næturgagni satans. Tíminn fer hreinlega að fara í sandinn! Ekki geri ég grein fyrir dagamun lengur og […]

OK. Planið 0

Að vaka í all nótt, drekka mikið kaffi, semja gott lag, lesa lengra í Bréf til Láru og hafa samt orku til að mæta til vinnu. Já, það er ekkert grín að vera CORVVS NOCTVRNVS en einhver þarf að vera það. Hver er svo sem heilbrigðin í því að vaka heilu dagana?

111533203098377454 0

Leiðrétting á staðhæfingu Bibba á blogginu sínu: David Cobain var ekki pabbi Kurt Cobain og var svo sannarlega ekki heldur í Pink Floyd.

Smásögukeppni 0

Hefur í huga minn upp komið hugmynd um það hvernig blogg þetta geti sem skemmtilegast orðið. Í tilefni af Bókmenntasumri (eða svo hefi ég titlað sumar þetta) hef ég ákveðið að koma hér upp keppni í þeirri viðkvæmu listgrein sem smásagnagerð getur verið. Sögum ber að skila fyrir þann 20.júlí og hvet ég alla (skuli […]

111533194080794532 0

Veðrið í dag varpar frekara ljósi á alhæfingar mínar um gæði sunnudaga, en þau tel ég engin.