Meira um menntamál:

Ég mætti ekki til vinnu í dag vegna magakveisu og var því heima þegar hæstvirtur kennslustjóri Menntaskólans við Sund hringdi í mig. Þeir vilja troða mér inn á annað ár í stað þess þriðja eins og ég hafði óskað eftir. Ég ætla mér að nöldra upp úr þeim leyfi til að ég megi taka annað og þriðja ár á einum vetri eins og Stebbi vinur minn gerði [innsk. bloggara 2 árum síðar: Stebbi laug þessu. Hann fékk ekki að taka tvö ár í einu, helvítið á honum]. Mamma, sem tjúllast yfir öllu, vill að sjálfsögðu ekkert með þetta hafa. Stundum velti ég því fyrir mér hvort hún vilji yfirhöfuð eitthvað með mig hafa, en sama hvað nornin segir get ég alltaf vísað í stjörnuspá dagsins: If relocation has been on your mind, the chance to make a breakthrough in a new location or residence will be temptingly in front of you today. Do not jump at the first chance, but rather linger and see what develops. Aldrei hefi ég fengið svo viðeigandi stjörnuspá áður.

Fílar gleyma engu
er eitt það mesta kjaftæði sem ég hef heyrt. Þeir gleyma alveg slatta.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *