111532775447979872

Hneyksli dagsins…
Það er hætt að selja Freyju Bombur úti í búð. Eini staðurinn til að nálgast þær er á nammibörum sjoppa.
…og það nær lengra…
Það er hægt að fá Rís kubba úti í búð, en ekki Draumskubba. Hvað er þetta?!
…alveg niður að rótum samfélagsins…
Magnum íspinnar og Djæf íspinnar bragðast nánast eins en samt er alveg sjötíu króna verðmunur á þeim
…næst á dagskrá: RAGNARÖK
Svo hefur verð á Doritos flögum hækkað á ný

Arngrímur: Flettir roðinu af hinum rotna fisk verslunarsamtakanna.

Gullmoli dagsins:
er úr laginu „You’re so vain“, eftir Carly Simon og hljóðar svo:
„You’re so vain, you probably think this song is about you.“
Skemmtileg hvernig innihald setningarinnar stangast á við sjálft sig. Minnir mig svolítið á dæmið um spjaldið. Á annarri hliðinni stóð að fullyrðingin hinum megin væri sönn, en á hinni hliðinni stóð að fullyrðingin á hinni hliðinni væri ósönn. Ástang (nýtt nafnorð, búið til úr orðtækinu „að stangast á“) dauðans.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *