Tabula Gratulatoria

Ég vil þakka Sverri fyrir bókina og svo vil ég þakka Konna fyrir nafngiftina. Þau eru hverju öðru betri, viðurnefnin sem mér hefir hlotnast. Svo vil ég þakka Sigga fyrir þær hlýlegu móttökur þegar hann sagði: Hva? Átt þú ekki að vera á Ítalíu eða eitthvað? Þá fannst mér ég vera Benvenutto.
Öll plön riðlast örlítið til í dag vegna fyrirfram ákveðinna stefnumóta sem ég hafði gleymt að ég hafði gert mér. Vona að það komi ekki við illan kauninn á þeim hinum sem ég hafði ætlað mér að hitta í dag.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *