Dropinn holar steininn þykir mér ágætt máltæki, ekki bara vegna þess að ég vinn í Ikea, þar sem mannsandinn bugast smám saman af allri þeirri geðillsku sem fellur á starfsmenn eins og beljandi stórfljót. Það er aðeins fagurfræðilegt mat mitt á þeim ágæta vinnustað en, hvað máltækið varðar, á það við um fleiri hluti en Ikea.