Jólakvöð

Svo virðist sem ég sé að falla á tíma með allt það sem ég þarf að gera fyrir jólin. Ég neyðist víst til að slá mikilvægum hlutum á frest og vinda mér í þá milli jóla og nýárs. Það er óásættanlegt.

Ég var í kaffi hjá ömmu minni áðan, þ.e. þeirri góðu. Það var ágætt.

Nú skunda ég í Dressmann að skoða skyrtur. Aldrei að vita nema Ásgeir leynist þar milli fatarekka, íklæddur úniformi síns allranáðugasta herra og yfirboðara, Reynis S. Ólafssonar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *