Monthly Archives: janúar 2005

Portkonur og kröfuspjöld 0

Eitt sinn villtumst við bróðir minn á hóruhús í Verona fyrir algjöra tilviljun. Við komumst svo að því, þegar við fórum að segja fólki söguna, að enginn trúði því að við hefðum villst þangað. Ég hef verið með Internationalinn á heilanum alveg síðan Skúli raulaði hann fyrr í dag. Þá varð mér skyndilega hugsað til […]

Átakakenningar 0

Mér finnst það vond hugmynd að nota kenningar Marx innan félagsfræði. Mér finnst það.

Lærdómur 0

Þessa helgi eyddi ég um sautján klukkustundum í heimalærdóm. Það sem ég afrekaði þessa helgi verður ekki endurtekið. Svo fékk ég niðurstöður úr prófi úr fyrstu fimm köflum Lord of the Flies um daginn: 7,5. Ég las aðeins helminginn af námsefninu og telst þetta því vera 150% skilvirkni. Það er ekki amalegur árangur.

Hálfvitaorðan 0

Ég hefi ákveðið að stofna Hálfvitaorðuna, dótturverðlaun Peningaorðu Stefáns Einars „púnkturkomm“ Stefánssonar, sem ég veiti þeim aðilum sem ég tel vel að henni komna hverju sinni og verður hún heiðursmerki þessarar síðu. Hún skiptist í þrjú stig: Hálfvitaorða Hálfvitaorða með gullasna Stórhálfvitaorða Það fer eftir afrekum viðkomandi hvaða stig orðunnar er veitt en sá sem […]

Ástandið 0

Æskan er að fara í vaskinn. Þúsundir uppdópaðra amfetamínbarna stara á skjáinn í leit að lífsfyllingu meðan foreldrarnir vinna fyrir nýrri álmu á húsið. Gegnum skerminn kemst æskan að þeirri niðurstöðu að Sálin hans Jóns míns sé góð hljómsveit og að vert sé að eyða fjármunum í þá manneskju sem best getur hermt eftir henni. […]

Tilfreds 0

Nú sit ég fyrir framan tölvuna og vinn að verkefni um goðafræði, maulandi sælgæti. Ég er tilfreds, eins og daninn kallar það.

Össur og Sus 0

Ekki hyggst ég gera eins og einhver gerði á glænýja blogginu hans Össurar Skarphéðinssonar, að kalla hann fífl á sínu eigin athugasemdakerfi. Nei, það gæti ég gert á minni eigin síðu, hefði ég hug á því. Hinsvegar þykir mér aðdáunarvert af honum að þora að hafa athugasemdakerfi, einmitt af þessari ástæðu. Annars tók ég eftir […]

110692636208866222 0

Hvernig í ósköpunum er hægt að deila við mann sem spáir 0-0 úrslitum í handboltaleik Íslands og Rússlands vegna ófyrirséðra veðurskilyrða? Í dag hét ég þess að hætta að rífast um sálfræði við fólk. Ykkur er því óhætt að lofsyngja gildi sálgreiningar og huglægra túlkana á rannsóknarniðurstöðum í viðurvist minni. Þessi helgi verður annars hrúguð […]

110690091540532594 0

Hversu mikið áfall væri það fyrir Framsóknarflokkinn ef allir kjósendur þeirra viðurkenndu að þetta hefði verið brandari sem gekk of langt?

Ferðalög og kókaínfíklar 0

Skyndilega er ég orðinn gagntekinn einhvers konar ferðamaníu. Ég hef því ákveðið, hvort sem bróður mínum líkar betur eða verr, að fara með honum til Þýskalands í tvær-þrjár vikur sumarið 2006 og ná jafnvel nokkrum leikjum á HM. Annars vil ég taka það fram að ég þoli ekki hljómsveitina Red Hot Chili Peppers og mér […]