Monthly Archives: febrúar 2005

Serbinn er tyrki. 0

Bróðir minn bloggaði á dögunum um rifrildi sitt við tyrkja um misleitan mexíkóskan fána á næringarstofunni Mama’s Tacos. Í gær fékk hann athugasemd frá Margréti Elísu nokkurri, starfsmanni næringarstofunnar, þar sem hún segir að beljakinn sé serbi, en ekki tyrki. Þá er rétt að benda á að það er hefð í íslensku máli fyrir að […]

Skóladagur 0

Já, ég massaði menningarsöguna, eins og von var að, þrátt fyrir að ég hafi ekki beinlínis haft hugann við efnið, er ég renndi hratt yfir glósurnar á fjórða tímanum í nótt. Ég er aðeins bjartsýnni á framboðið eftir að ég sá áróðursspjöld mótherjanna. Samt bara aðeins. Margrét Haraldsdóttir, félagsfræðikennari, hefur skipt um skoðun og BANNAÐ […]

Deildarbikarinn 0

Chelsea vann deildarbikarinn. Nú fagnar Bjössi, helvítið á honum! Vér Liverpoolmenn erum hins vegar svekktir.

Örendur 0

Ég er gjörsamlega búinn á því, á líkama sem á sál. Ég slæ varnagla á þetta. Þegar ég tala um sál á ég ekki við sál í trúarlegum skilningi. Nú skulu lesendur gera sér grein fyrir því og muna, því eftir mikinn lestur á Þórbergi mun ég áreiðanlega tala um sál í auknum mæli. En […]

Hef fengið nóg 0

Ef ég ætti kærustu til að flytja inn á væri ég löngu fluttur. Ég er löngu orðinn þreyttur á ruglinu hérna heima. Sem dæmi um rugl þá er hér einn margra óþolandi vina litla bróður míns, þrátt fyrir reglu um enga krakka fyrir klukkan tólf. Þeir ætla að horfa á Spaugstofuna, húmorslausu gerpin! Rétt í […]

Hvers vegna? 0

Ég fékk hræðilegar fréttir í vinnunni í dag (einu fréttirnar sem ég fæ eru hræðilegar, svo það er kannski óþarfi að taka það fram). Annar tveggja yfirmanna minna hefur verið rekin og kærð fyrir afbrot í starfi. Utanaðkomandi finnst sjálfsagt að þar hafi komið vel á vondan, en það er aldrei svo einfalt þegar maður […]

Der Dunkelmeister 0

Það er skemmtilega ömurlegt fyrir föður Hrafns Gunnlaugssonar að sonarómyndin tileinki Myrkrahöfðingjann minningu hans, en fæstir vildu þá Lilju kveðið hafa. Enda ekki furða.

Listafjelagið 0

Mér skilst að mótframbjóðendur okkar ætli að bjóða upp á gos. GOS! Þetta er listafélag, ekki nammibar! Hvernig á maður að nenna að taka þátt í svona skrípaleik? Jæa, sem betur fer vega málefnin alltaf þyngra en sælgæti, not! Fokkíng sirkus. Viðbrögð okkar við þessu síður en svo óvænta útspili eru í gerjun. Án efa […]

The show must go on 0

Ný grein eftir mig á Morgunpóstinum. Tek ekki við athugasemdum á þessum vettvangi, frekar en endranær. Mæti í skólann í dag eftir þriggja daga fjarveru og mikla bloggleti. Nú er allt að fara á fullt í menntaskólapólitíkinni, svo það er eins gott að hrista hendur fram úr ermum þessa síðustu daga, þrátt fyrir að ég […]

Heilsugæslan 0

Áðan fór ég upp á heilsugæslu og hitti heimilislækni. Sá spurði hvað væri að og ég lýsti því sem best ég gat. Svo lamdi hann mig nokkrum sinnum í ennið. Þegar hann hafið lokið því af hlammaði hann sér við skrifborðið sitt og prentaði út lyfseðil, blikkaði mig og sagði að ein tafla af lyfinu […]